mánudagur, 17. ágúst 2009

Rúmar 39 vikur og belglosun....

Jæja fólk, þá er ég komin yfir 39 vikurnar og þreitt as hell hahah :=) Skottan heldur áfram að stríða mömmu sinni og lætur sem hún sé að koma en hættir svo bara við, ótrúlega skemmtilegt þar sem að móðir fer öll í það að undirbúa sig, en nei nei þá er bara hætt við allt saman..... Fór til ljósu á þriðjudaginn sl, og hún ætlar að losa belgina á fimmtudaginn nk, svo við vonum bara að það virki... :=)

Stelpurnar voru hjá okkur um helgina, erfitt, já verð að segja það, þar sem að þolinmæðin er ENGIN orðin og ég hundleiðinleg í skapinu og ótrúlega erfitt að láta það ekki bitna á blessuðu börnunum og tala nú ekki um elskulega manninn minn sem fær sko alveg að finna fyrir því... ég myndi ekki vilja vera mikið nálægt mér þessa dagana hahahhaa :=) En Guðni var duglegur að fara bara með þær út og gera eitthvað svo þær myndu ekki finna eins fyrir því hversu skemmtileg í væri þessa dagana.... Ásgeir minn alveg ótrúlega þolinmóður við mömmu sína þessa dagana og virðist bara loka eyrunum þegar hún er að tuða eitthvað hahahahahahaha :D :D

Guðni fór svo að vinna í morgun eftir 2 vikna sumarfrí og verð ég að segja það að það er hálf einmannalegt hérna heima án hans, sérstaklega þegar maður þarf eitthvað svo mikið á honum að halda þessa dagana...... Get varla staðið uppúr sófanum sjálf hahahahahah en mér finnst þetta bara fyndið og reyni að taka þessu með bros á vör... :=)

Mamma og co voru hér í borginni alla síðustu viku en fóru heim á laugardaginn, var bara gaman að sjá þau þótt það hafi kannski ekki verið svo mikið, voru mikið í heimsóknum og sonna.... Mamma kemur svo aftur í bæinn nk, helgi í húsmæðraorlof, á örugglega ekki eftir að sjá mikið af henni þar sem að það er skilst mér ströng dagskrá hjá kellum... Enda hafa þær bara gott af því að lifta sér svolítið upp :) Vonum bara að prinsessan láti sjá sig áður en hún fer aftur norður........

Skólasettning verður í Öldutúnsskóla nk, föstudag, þannig að ef belglosunin virkar þá er voðinn vís hahahahaha , er sko alveg búin að tala við hana ömmu mína um að fara með hann ef svo skildi vera að ég væri að, en Guðni gerir það nú bara ef ég verð búin, annars dröslast ég bara með hann sjálf...... Svo byrjar bara skólinn á fullu á mánudaginn eftir viku... þar hafiði það sumarið er búið........ :( EN það verður gott fyrir hann að byrja enda óendanlega mikil orka uppsöfnuð og bíður þess að fá að komast út.... enda ekkert skemmtilegt að hanga heima með mömmunni sem ekkert getur gert.....

Fórum samt í bíltúr í dag með strætó hahahahah já með strætó... Nenntum ekki að vera heima svo að við tókum bara strætó sem stoppar hér fyrir utna og fórum niður í Fjörð og fengum okkur að borða og rúntuðum svo með stræto aftur heim.... Það var bara gaman hjá okkur og ágætis tilbreyting frá því að hanga heima og gera ekki neitt... :=) Birna kom svo með grísina sína 3 og þau eldri voru bara úti að leika sér á meðan ég knúsaði Ingva Steinar sæta og spjallaði við Birnu, bara gaman að fá hana í heimsókn, leiðist líka ekki eins á meðan og Ásgeir hefur einhvern til að leika við.... :=)

En ja já það er bara þetta að frétta héðan, fékk svona órúlega löngun í það að blogga svo ég dreif mig bara í því, enda ótrúlega ræma sem ég er búin að setja hérna á blað.... vonandi er þetta ekki of mikið bull hjá mér og þið hafið gaman af því að lesa það.....

En þangað til næst, hafið það gott... :=)

Elísa Dagmar

föstudagur, 7. ágúst 2009

Tæpar 38 vikur og er sumarið alveg að líða undir lok???

Jæja nú fer sumarið að líða, eða það finnst mér.. Mér finnst alltaf eins og sumarið sé búið þegar Verslunarmannahelgin er búin... Enda ekkert skemmtilegt verður þessa dagana, en vona að það sé nú ekki alveg búið og þessi rigning fari að hætta....

Sl. vika er búin að vera annarsöm, stelpurnar búnar að vera í viku og Ásgeir Örn kominn heim, svo að ég verð bara að segja að batteríin eru búin.... Ekki eins og orkan sé mikil þessa dagana svo það er ekkert að marka það að batteríin endist ekki lengi hahah.... Ásgeir Örn kom semsagt heim á föstudaginn fyrir viku og var ekkert smá gott að fá hann heim, enda búinn að vera í sveitinni síðan um miðjan Júní.... Svo voru stelpurnar hjá okkur í viku og var þetta í síðasta skiptið þetta sumarið sem þær koma í viku.. koma svo bara aðra hverja helgi hér eftir... Var svosem ekki mikið gert, enda get ég lítið gert þessa dagana....
Hélt nú hreinlega að ég væri að fara á stað sl. laugardag, vaknaði um 2 leytið og var gersamlega að farast.. var svoleiðis alveg í 3 tíma og hugsaði bara um það í hvern ég ætti að hringja og fá hingað fyrir börnin ef ég væri að fara af stað, en nei nei ég hef svo bara sofnað hahah, var samt mjög slöpp og skrítin allann sunnudaginn en svo hefur það ekkert komið aftur... En þreitt er ég orðin og fyrirvaraverkirnir orðnir daglegir svo það er bara að bíða þess að þetta fari á fullt... :=)

Mamma er á leiðinni í bæinn í sumarfrí og ætla að vera hér í viku, Gunnar varð nú bara eftir til að reyna að heyja eitthvað þar sem að ringt hefur mikið í sveitinni að undanförnu og ætlar hann bara að koma með flugi á mánudaginn... Verður bara gaman að sjá þau... Prinsessan kemur kannski bara á meðan amma og afi hennar eru í bænum ( það má alltaf vona ) hahah :=) Svo er Pabbi að fara í bústað við laugarvatn í dag og verður í viku og vill endilega fá okkur og þá aðalega Ásgeir Örn, svo við ætlum að bruna þangað á sunnudag eða mánudag og leyfa þá bara Ásgeiri að vera eftir út vikuna..... :=)

Guðni minn er í sumarfríi þessa viku og næstu og er ekkert smá gott að hafa hann heima svona einu sinni.... enda þörf þar sem öll börnin eru og hann var að vinna síðast þegar stelpurnar komu í viku... Hann var líka orðinn frekar pirraður og þurfti að fara að komast í sumarfrí.... :=)

En já já ég hef svosem ekkert merkilegt að segja annað en þetta.... langaði bara aðeins að hend hér inn, ómögulegt að vera með bloggsvæði og nenna svo ekki neitt að blogga hahahaha, ekki eins og ég hefi svo mikið að gera, bara kem mér ekki í það að blogga nema endrum og sinnum, ég geri það þó hahahaha :D

En já já nóg um það, þangað til næst, hafið það gott og njótið það sem eftir er af þessu sumri :=)

Elísa Dagmar