þriðjudagur, 21. júlí 2009

Fallegur frændi og rúmar 35 vikur.... :)

Jæja fólk það er bara fullt að frétta núna..

Hún Alma mín og hann Gummi hennar eignuðust son á sunnudaginn og er hann ekkert smá fallegur þessi elska, alveg eins og mamma sín :=) Er ég ekki búin að fara og máta, enda með fullt hús af börnum og ömmu og Guðni að vinna, en amma ætlar að leyfa mér að skreppa í dag og þá verður sko mátað og skoðað þennann fallega dreng... :=)
Ég verð nú að segja það að ég varð nú soltið abbó þegar hann kom í heiminn og fékk þessa undarlegu hreiðurstilfinningu og gerði hér allt klárt fyrir komuna á prinsessunni, og er alveg að farast úr spenning og vil bara að hún komi strax hahahah alveg orðin STRAX sjúk hahahahah... En ég er nú samt orðin rólegri núna hahahah :=)


Fallegastur Guðmundsson :=)


Stelpurnar hans Guðna eru svo hérna þessa vikuna, en Guðni er að vinna svo Amma mín yndislega kom og verður hérna hjá okkur, þar sem að ég má ekki gera neitt og þarf nú að sinna þessum börnum eitthvað... Aníta reynir nú að hjálpa eitthvað til en maður nennir því nú svona takmarkað þegar maður er 9 ára... og Rakel lætur nú alveg hafa fyrir sér svo það er gott að hafa hana ömmu til að stjórnast hérna aðeins haha :=) Ásgeir Örn bara ennþá í sveitinni en hann kemur heim um versló, hlakka mikið til að fá hann heim.. hann er bara búinn að vera að heiman í allt sumar og líkar það vel, en mömmunni fynnst þetta að verða gott og vill fara að fá gullið sitt heim :=) haha

Sveitaferðin mín var góð, var mjög gott veður og var ég svona að mestuleyti inni því hitinn var alveg gersamlega að drepa mig hahahah.. en það var nú samt gott að vera aðeins heima hjá henni mömmu :=) Úlfaldinn var haldinn og heppnaðist það bara vel að ég held og var bara gaman að kíkja á þá tónleika.. Mjög skemmtileg hátíð og vonandi er hún komin til að vera... :=)

Meðgangan gegnur ágætlega, gengin rúmar 35 vikur og stækka hratt þessa dagana og hver hreifing orðin frekar erfið, en ég hlíði bara fyrirmælum og hreifi mig sem minnst til að halda henni þarna inni allavegana fram yfir 37, en svo lætur hún kannski bara bíða eftir sér fram í sept, en við skulum vona að hún láti ekki bíða lengi eftir sér þessi elska :=) Mamman orðin soltið spennt hahah :=)

En já langaði bara aðeins að láta vita af mér og okkur og óska Ölmu og Gumma ynnilega til hamingju með fallega prinsinn... XOXO

En þangað til næst, hafið það gott

Elísa Dagmar

4 ummæli:

Unknown sagði...

Til hamingju með frændann;) hann er æðislegur, væri sko alveg til í að halda aðeins á honum;)
Vona að það muni allt ganga vel hjá ykkur;) styttist í lokasprettinn;)
Farðu vel með þig/ykkur skvísurnar;)

Alma sagði...

Takk yndislegurst! Já þetta styttist hjá þér líka, vonandi þarftu ekki að bíða of lengi...
Hlakka mikið til að við getum farið að eyða tímanun saman með krílin okkar í vetur
kiss kiss

Elísa Dagmar sagði...

Sömuleiðis sæta mín, það verður bara gaman hjá okkur... :=) xoxo

hilda sagði...

i know the feeling;)
knús í kot