Jæja fólk, þá er ég komin yfir 39 vikurnar og þreitt as hell hahah :=) Skottan heldur áfram að stríða mömmu sinni og lætur sem hún sé að koma en hættir svo bara við, ótrúlega skemmtilegt þar sem að móðir fer öll í það að undirbúa sig, en nei nei þá er bara hætt við allt saman..... Fór til ljósu á þriðjudaginn sl, og hún ætlar að losa belgina á fimmtudaginn nk, svo við vonum bara að það virki... :=)
Stelpurnar voru hjá okkur um helgina, erfitt, já verð að segja það, þar sem að þolinmæðin er ENGIN orðin og ég hundleiðinleg í skapinu og ótrúlega erfitt að láta það ekki bitna á blessuðu börnunum og tala nú ekki um elskulega manninn minn sem fær sko alveg að finna fyrir því... ég myndi ekki vilja vera mikið nálægt mér þessa dagana hahahhaa :=) En Guðni var duglegur að fara bara með þær út og gera eitthvað svo þær myndu ekki finna eins fyrir því hversu skemmtileg í væri þessa dagana.... Ásgeir minn alveg ótrúlega þolinmóður við mömmu sína þessa dagana og virðist bara loka eyrunum þegar hún er að tuða eitthvað hahahahahahaha :D :D
Guðni fór svo að vinna í morgun eftir 2 vikna sumarfrí og verð ég að segja það að það er hálf einmannalegt hérna heima án hans, sérstaklega þegar maður þarf eitthvað svo mikið á honum að halda þessa dagana...... Get varla staðið uppúr sófanum sjálf hahahahahah en mér finnst þetta bara fyndið og reyni að taka þessu með bros á vör... :=)
Mamma og co voru hér í borginni alla síðustu viku en fóru heim á laugardaginn, var bara gaman að sjá þau þótt það hafi kannski ekki verið svo mikið, voru mikið í heimsóknum og sonna.... Mamma kemur svo aftur í bæinn nk, helgi í húsmæðraorlof, á örugglega ekki eftir að sjá mikið af henni þar sem að það er skilst mér ströng dagskrá hjá kellum... Enda hafa þær bara gott af því að lifta sér svolítið upp :) Vonum bara að prinsessan láti sjá sig áður en hún fer aftur norður........
Skólasettning verður í Öldutúnsskóla nk, föstudag, þannig að ef belglosunin virkar þá er voðinn vís hahahahaha , er sko alveg búin að tala við hana ömmu mína um að fara með hann ef svo skildi vera að ég væri að, en Guðni gerir það nú bara ef ég verð búin, annars dröslast ég bara með hann sjálf...... Svo byrjar bara skólinn á fullu á mánudaginn eftir viku... þar hafiði það sumarið er búið........ :( EN það verður gott fyrir hann að byrja enda óendanlega mikil orka uppsöfnuð og bíður þess að fá að komast út.... enda ekkert skemmtilegt að hanga heima með mömmunni sem ekkert getur gert.....
Fórum samt í bíltúr í dag með strætó hahahahah já með strætó... Nenntum ekki að vera heima svo að við tókum bara strætó sem stoppar hér fyrir utna og fórum niður í Fjörð og fengum okkur að borða og rúntuðum svo með stræto aftur heim.... Það var bara gaman hjá okkur og ágætis tilbreyting frá því að hanga heima og gera ekki neitt... :=) Birna kom svo með grísina sína 3 og þau eldri voru bara úti að leika sér á meðan ég knúsaði Ingva Steinar sæta og spjallaði við Birnu, bara gaman að fá hana í heimsókn, leiðist líka ekki eins á meðan og Ásgeir hefur einhvern til að leika við.... :=)
En ja já það er bara þetta að frétta héðan, fékk svona órúlega löngun í það að blogga svo ég dreif mig bara í því, enda ótrúlega ræma sem ég er búin að setja hérna á blað.... vonandi er þetta ekki of mikið bull hjá mér og þið hafið gaman af því að lesa það.....
En þangað til næst, hafið það gott... :=)
Elísa Dagmar
mánudagur, 17. ágúst 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Æji Elísa mín, vona svo innilega þín vegna ( og allra í kringum þig ) ( hehe ) að prinsessan fari að láta sjá sig, það er svo leiðinlegt að bíða;)
Vá mér finnst alveg ótrúlegt að þetta sumar sé nánast búið.
Gangi þér vel á lokasprettinum, sem verður vonandi fyrr en síðar.
knús á þig sæta.
Takk elskan :=)
aahhhh það er fimmtudagur í dag....úúú er svo spennt...ætli þú sért búin að eiga????
kiss koss og knús....ég er að hugsa til þín mús;)
Takk elsku Hilda mín, nei nei ég er ekkert búin að eiga, er bara róleg heima og ekkert að gerast... það er greinilega svona gott að vera þarna inni bara :=)
Innilega til hamingju með skvísuna Elísa mín, var að skoða myndirnar á facebook og hún er algjört krútt;)
Vona að allt hafi gengið vel og ykkur líði mjög vel.
Knús og kossar á ykkur dúllurnar;)
Skrifa ummæli