þriðjudagur, 30. september 2008

Jæja er þá ekki um að gera að reyna að standa sig í stikkinu!!!!!

Ekki það að ég hafi mikið að segja, en það má reyna að koma með eitthvað svo þið hafið eitthvað um að lesa... Ætla að reyna að standa mig betur en á hinu :D

Ég er búin að vera svona lala í dag, svolitið um verki og ekki góðir þegar þeir koma, alls ekki.....
Thelma kom aðeins til mín í dag og kom með hádegismat handa sjúklingnum, ekkert smá góð ha :D Takk elskan... Plataði ég hana svo til að keyra mig útá Bónusvideo, varð að fara og ná mér í Sex and the city myndina, það nennti aldrei neinn með mér í bíó þegar ég hafði tíma, svo að ég varð bara að bíða eftir henni á DVD... Ekki mikið annað að gera núna en að glápa bara á TV.. En já mér fannst hún alveg brilllll verð að segja það sko... Og skemmti mér vel yfir henni.... :D



Ásgeir fékk að labba einn heim úr skólanum í dag og finnst honum það ekki leiðinlegt, svo stór að verða að það er alveg ótrúlegt,... Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, mér finnst eins og það hafi verið í gær að ég, Alma og Ólöf vorum alltaf að fara með hann í ungbarnasund til Akureyrar, fórum alltaf einu sinni í viku og skemmtum okkur svo vel... :D Ótrúlega fyndnar 3 mað eitt barn í ungbarnasundi hehehehe
En já nóg um það.... :D

Ásgeir er núna í Gítarskólanum, 2 tíminn hjá honum í dag, fyrsti tíminn gekk mjög vel, hann lærði að spila meistari jakob og fékk nótur með sér heim, nú á ég bara eftir að kaupa handa honum gítar svo að hann geti æft sig heima... Best að ég kaupi hann núna og gefi honum Gítar í afmælisgjöf þar sem að hann á nú afmæli núna 18. okt... :D Sniðug :D

En já ætli þetta nægi ekki í dag, best að halda áfram að gera ekki neitt, þeir fara að koma heim og þá getur elskulegi eiginmaður minn eldað fyrir okkur og haldið áfram að stjana við mig :D heheh ekki slæmt sko.... :D

En þangað til næst, hafið það gott kissss kisss

Elísa Dagmar

mánudagur, 29. september 2008

Er ekki málið að byrja uppá nýtt ?????

Jæja ég er búin að ákveða að hætta að skrifa á hitt bloggið en það verður nú samt opið... Fullt af myndum þar og sonna,... en langar að breyta til og byrja uppá nýtt, þar sem að lífið hjá mér hefur breyst ansi mikið..... :D

Eigum við ekki að byrja bara á því að tala um breytingarnar hjá mér.... 23. ágúst sl. gékk mín inn kirkjugólfið og gékk að eiga hann Guðna Sesar minn :D :D :D





Ekkert smá falleg athöfn og er litla fjölskyldan mín orðin töluvert stærri :D Guðna fylgdu 2 stelpur Aníta Ólöf 8 ára og Rakel Ýr 3 ára.... :D Flott fjölskylda sem ég er mjög stollt af.... :D:D

Fengumm fullt af gjöfum sem komu sér vel og erum við búin að koma okkur vel fyrir, kaupa skáp í stofuna undir nýja stellið, nýtt sjónvarp, heimabíó og grill :D Máluðum svo einn vegginn í stofunni sökkulgráann sem kemur ekkert smá vel út.. þannig að þetta er að verða ekkert smá fínt hérna hjá okkur..... :D

Þegar brúðkaupið var afstaðið bættist svo enn einn fjölskyldumeðlimurinn við hún heitir Aþena og er Pug hundur



Ekkert smá falleg... Og er hún að verða 4 mánaða núna 4 okt.. Gengur vel með hana, ennþá að læra að það á að pissa og kúka úti, en það kemur... Förum svo með hana á fyrsta hundanámskeiðið núna 5 okt og þá fær hún að læra svona meira og við lærum líka betur hvernig á að kenna henni og siða.... bara gaman :D :D


Ásgeir Örn byrjaði í skóla í sept, og gengur það bara mjög vel og líkar honum mjög vel.. nema þegar á að læra þá er maður ekki mjög spenntur, mamma ég nenni ekki að læra, það er svo leiðinlegt pifffff letihaugur jeheheheheh :D Ég sagði bara við hann að þá yrði hann bara að hætta í skólanum ef að maður nennir ekki að læra þá getur maður ekki verið í skóla, þá dreif minn sig bara og klára þetta alger remba hehe :D

Svo er ég heima núna þessa dagana og verð það næstu 2 vikurnar, þar sem að ég var í keiluskurði í morgun, og má því ekki vinna um sinn og á að hvíla mig vel... Gékk aðgerðin vel og var ég komin heim rúmlega 2 í dag og svaf mest allann dag, þegar líða fór á daginn fór mig að verkja svolítið og ligg ég bara uppí sófa og reyni að hreifa mig sem minnst um sinn.... En það er allavegana gott að þetta er búið.... :) Nóg að gera hjá Guðna mínum að stjana við eiginkonuna heheheh :D

Svo er ég bara ennþá að keyra trailer og finnst það bara mjög fínt, er að verða búin að vinna hjá Jarðkraft í eitt ár... :)

En já svona er nú lífið hjá kellu núna og er hún bara mjög hamingjusöm og gengur bara mjög vel :D

Læt þetta nægja í bili og kem með meira síðar, enda nógur tími framundan..... :D kisss kissss

Elísa Dagmar