þriðjudagur, 29. september 2009

Þórdís Lilja.... :=)

Jæja þá er Bjútíbollan komin með nafn :) Þórdís Lilja :=) Og er það í höfuðið á mömmu minni Þórdísi og Lilju Sóley, litla englinum mínum :=) Og held ég að hún sé bara ánægð með nafnið.... Amman var að sjálfsögðu voða montin með nafnið :=)

Skírðum við í Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 26. sept.. og vorum svo með smá veislu uppí Arctic Trucks.. Frábær dagur í alla staði :=)

Um kvöldið eftir veisluna kíkti ég út í fyrsta skiptið eftir að Þórdís Lilja fæddist... Var ættar hittingur í kópavogi og fórum við mæðgur, ég mamma og Drífa... Var ekki mikið um manninn þar og stoppuðum við stutt, var komin heim um miðnætti.. En voða gott að komast aðeins út :=)

Verð eigilega að segja það að ég nenni ekki að blogga núna, og ekkert mikið meira en þetta búið að gerast hjá okkur...

Verð duglegri næst..

En þangað til, hafið það gott

Elísa Dagmar

fimmtudagur, 17. september 2009

Bjútíbolla og brúðkaupsafmæli... :)

Jæja, eruð þið farin að bíða eftir bloggi???? Hver veit....

En já ætla að reyna að henda aðeins inn núna ef ég fæ frið hahaha :=)

En já það fæddist semsagt Bjútíbolla 23 ágúst sl, eins og flestir vita... En þann dag áttum við hjónin 1 árs brúðkaupsafmæli, ekki amarleg gjöf það ha :=)

En ef ég á að segja ykkur aðeins frá fæðingunni, þarf nú ekki að hafa mikinn tíma til þess, þar sem þetta gékk svo vel... En þannig var það að Laugardagskvöldið 22. ágúst vorum við hjónin bara með kósí kvöld fyrir framan imbann, fór svo að sofa um kl. 12 að miðnætti.. Vaknaði svo um kl.2 hálf svona undarleg en ekkert meira en hafði of vaknað, settist aðeins fram í stofu þar sem Guðni var ennþá að horfa á sjónvarpið.. Fórum við svo saman inn í rúm um hálf 3, er þá farin að finna aðeins meira en ekkert óþolandi... Segi svo við Guðna um korter fyrir 3 að hringja í Jón Odd frænda til að koma og sækja Ásgeir þar sem að ég var farin að fá hríðir... Jón Oddur kemur rúmlega 3 og við brunum uppá spítala.. Erum komin þangað um hálf 4 og þá er spjall við ljósmóður í Hreiðrinu og þá er farið að vera ansi stutt á milli verkja... Lætur hún renna svo í baðið og ég príla þar ofaní rúmlega 4.... Þá fer allt í gang og Bjútíbollan komin í heimin 5.11 :=) Ætlaði svo sem ekkert að eiga þarna í baðinu, en hefði eingan vegin komist uppúr því held ég svo ég ákað eigilega ekkert að frekar að eiga þar en annarstaðar, þetta gerðist bara svo hratt að hún fæddist bara þar ahahah :=) Yndisleg upplifun í alla staði... Var svo falleg þegar hún kom að ég kom varla upp orði.... ohhhhhhhhhh fæ bara gjæsahúð á því að rifja þetta upp..... :) Svo vorum við bara flutt yfir í annað herbergi þar sem við komum okkur vel fyrir, daman viktuð 3515 gr og mæld 50 cm.. Svo lögðum við okkur bara, eða aðalega Guðni þar sem ég gat ekki haft augun af prinsessunni fallegu.... Skemmtileg við þetta líka var að mamma mín var í húsmæðraorlofi í boginni þessa helgi og átti flug norður kl. 14 á sunnudeginum þannig að hún var fljót að koma og skoða prinsessuna áður en hún fór... Þannig að hún valdi sér þennann fína dag til að koma í heiminn, og tala nú ekki um það að hún er ein af 5 % sem fæðist á settum degi..... :) Svona á þetta að vera... :) Svo höfðum við það bara kósý 3 saman í Hreiðrinu þennann Sunnudag og fórum svo bara heim eftir kvöldmat.. Jón Oddur kom svo með Ásgeir um kvöldið og sá var hrifinn af litlu systir... Fannst hún svo lítil og sæt eins og hann sagði... :)

En núna er Bjútíbollan að verða 4 vikna og braggast mjög vel, var búin að þyngjast um rúm 600 gr á 2 vikum og ætlar mjög sennilega að verða eins og bróðir sinn, BOLLA aahah.. Vonum nú samt að hún verði ekki eins þung og hann var... 7,5 kg 3 mánaða hahahaha Geri aðrir betur... En það kemur í ljós....

Svo er það bara skírn næst á dagskrá og ætlum við að skíra 26. sept nk... þá fær mín annað nafn en Bjútíbolla, sem verður nú örugglega notað með.... :=) Enda alger bjútíbolla hérna á ferð.... :=)


En já þar hafiði það, svo reyni ég að vera duglegri að blogga...

En þangað til næst, hafið það gott ( ég veit að ég hef það allavegana MJÖG gott )

Elísa Dagmar

mánudagur, 17. ágúst 2009

Rúmar 39 vikur og belglosun....

Jæja fólk, þá er ég komin yfir 39 vikurnar og þreitt as hell hahah :=) Skottan heldur áfram að stríða mömmu sinni og lætur sem hún sé að koma en hættir svo bara við, ótrúlega skemmtilegt þar sem að móðir fer öll í það að undirbúa sig, en nei nei þá er bara hætt við allt saman..... Fór til ljósu á þriðjudaginn sl, og hún ætlar að losa belgina á fimmtudaginn nk, svo við vonum bara að það virki... :=)

Stelpurnar voru hjá okkur um helgina, erfitt, já verð að segja það, þar sem að þolinmæðin er ENGIN orðin og ég hundleiðinleg í skapinu og ótrúlega erfitt að láta það ekki bitna á blessuðu börnunum og tala nú ekki um elskulega manninn minn sem fær sko alveg að finna fyrir því... ég myndi ekki vilja vera mikið nálægt mér þessa dagana hahahhaa :=) En Guðni var duglegur að fara bara með þær út og gera eitthvað svo þær myndu ekki finna eins fyrir því hversu skemmtileg í væri þessa dagana.... Ásgeir minn alveg ótrúlega þolinmóður við mömmu sína þessa dagana og virðist bara loka eyrunum þegar hún er að tuða eitthvað hahahahahahaha :D :D

Guðni fór svo að vinna í morgun eftir 2 vikna sumarfrí og verð ég að segja það að það er hálf einmannalegt hérna heima án hans, sérstaklega þegar maður þarf eitthvað svo mikið á honum að halda þessa dagana...... Get varla staðið uppúr sófanum sjálf hahahahahah en mér finnst þetta bara fyndið og reyni að taka þessu með bros á vör... :=)

Mamma og co voru hér í borginni alla síðustu viku en fóru heim á laugardaginn, var bara gaman að sjá þau þótt það hafi kannski ekki verið svo mikið, voru mikið í heimsóknum og sonna.... Mamma kemur svo aftur í bæinn nk, helgi í húsmæðraorlof, á örugglega ekki eftir að sjá mikið af henni þar sem að það er skilst mér ströng dagskrá hjá kellum... Enda hafa þær bara gott af því að lifta sér svolítið upp :) Vonum bara að prinsessan láti sjá sig áður en hún fer aftur norður........

Skólasettning verður í Öldutúnsskóla nk, föstudag, þannig að ef belglosunin virkar þá er voðinn vís hahahahaha , er sko alveg búin að tala við hana ömmu mína um að fara með hann ef svo skildi vera að ég væri að, en Guðni gerir það nú bara ef ég verð búin, annars dröslast ég bara með hann sjálf...... Svo byrjar bara skólinn á fullu á mánudaginn eftir viku... þar hafiði það sumarið er búið........ :( EN það verður gott fyrir hann að byrja enda óendanlega mikil orka uppsöfnuð og bíður þess að fá að komast út.... enda ekkert skemmtilegt að hanga heima með mömmunni sem ekkert getur gert.....

Fórum samt í bíltúr í dag með strætó hahahahah já með strætó... Nenntum ekki að vera heima svo að við tókum bara strætó sem stoppar hér fyrir utna og fórum niður í Fjörð og fengum okkur að borða og rúntuðum svo með stræto aftur heim.... Það var bara gaman hjá okkur og ágætis tilbreyting frá því að hanga heima og gera ekki neitt... :=) Birna kom svo með grísina sína 3 og þau eldri voru bara úti að leika sér á meðan ég knúsaði Ingva Steinar sæta og spjallaði við Birnu, bara gaman að fá hana í heimsókn, leiðist líka ekki eins á meðan og Ásgeir hefur einhvern til að leika við.... :=)

En ja já það er bara þetta að frétta héðan, fékk svona órúlega löngun í það að blogga svo ég dreif mig bara í því, enda ótrúlega ræma sem ég er búin að setja hérna á blað.... vonandi er þetta ekki of mikið bull hjá mér og þið hafið gaman af því að lesa það.....

En þangað til næst, hafið það gott... :=)

Elísa Dagmar

föstudagur, 7. ágúst 2009

Tæpar 38 vikur og er sumarið alveg að líða undir lok???

Jæja nú fer sumarið að líða, eða það finnst mér.. Mér finnst alltaf eins og sumarið sé búið þegar Verslunarmannahelgin er búin... Enda ekkert skemmtilegt verður þessa dagana, en vona að það sé nú ekki alveg búið og þessi rigning fari að hætta....

Sl. vika er búin að vera annarsöm, stelpurnar búnar að vera í viku og Ásgeir Örn kominn heim, svo að ég verð bara að segja að batteríin eru búin.... Ekki eins og orkan sé mikil þessa dagana svo það er ekkert að marka það að batteríin endist ekki lengi hahah.... Ásgeir Örn kom semsagt heim á föstudaginn fyrir viku og var ekkert smá gott að fá hann heim, enda búinn að vera í sveitinni síðan um miðjan Júní.... Svo voru stelpurnar hjá okkur í viku og var þetta í síðasta skiptið þetta sumarið sem þær koma í viku.. koma svo bara aðra hverja helgi hér eftir... Var svosem ekki mikið gert, enda get ég lítið gert þessa dagana....
Hélt nú hreinlega að ég væri að fara á stað sl. laugardag, vaknaði um 2 leytið og var gersamlega að farast.. var svoleiðis alveg í 3 tíma og hugsaði bara um það í hvern ég ætti að hringja og fá hingað fyrir börnin ef ég væri að fara af stað, en nei nei ég hef svo bara sofnað hahah, var samt mjög slöpp og skrítin allann sunnudaginn en svo hefur það ekkert komið aftur... En þreitt er ég orðin og fyrirvaraverkirnir orðnir daglegir svo það er bara að bíða þess að þetta fari á fullt... :=)

Mamma er á leiðinni í bæinn í sumarfrí og ætla að vera hér í viku, Gunnar varð nú bara eftir til að reyna að heyja eitthvað þar sem að ringt hefur mikið í sveitinni að undanförnu og ætlar hann bara að koma með flugi á mánudaginn... Verður bara gaman að sjá þau... Prinsessan kemur kannski bara á meðan amma og afi hennar eru í bænum ( það má alltaf vona ) hahah :=) Svo er Pabbi að fara í bústað við laugarvatn í dag og verður í viku og vill endilega fá okkur og þá aðalega Ásgeir Örn, svo við ætlum að bruna þangað á sunnudag eða mánudag og leyfa þá bara Ásgeiri að vera eftir út vikuna..... :=)

Guðni minn er í sumarfríi þessa viku og næstu og er ekkert smá gott að hafa hann heima svona einu sinni.... enda þörf þar sem öll börnin eru og hann var að vinna síðast þegar stelpurnar komu í viku... Hann var líka orðinn frekar pirraður og þurfti að fara að komast í sumarfrí.... :=)

En já já ég hef svosem ekkert merkilegt að segja annað en þetta.... langaði bara aðeins að hend hér inn, ómögulegt að vera með bloggsvæði og nenna svo ekki neitt að blogga hahahaha, ekki eins og ég hefi svo mikið að gera, bara kem mér ekki í það að blogga nema endrum og sinnum, ég geri það þó hahahaha :D

En já já nóg um það, þangað til næst, hafið það gott og njótið það sem eftir er af þessu sumri :=)

Elísa Dagmar

þriðjudagur, 21. júlí 2009

Fallegur frændi og rúmar 35 vikur.... :)

Jæja fólk það er bara fullt að frétta núna..

Hún Alma mín og hann Gummi hennar eignuðust son á sunnudaginn og er hann ekkert smá fallegur þessi elska, alveg eins og mamma sín :=) Er ég ekki búin að fara og máta, enda með fullt hús af börnum og ömmu og Guðni að vinna, en amma ætlar að leyfa mér að skreppa í dag og þá verður sko mátað og skoðað þennann fallega dreng... :=)
Ég verð nú að segja það að ég varð nú soltið abbó þegar hann kom í heiminn og fékk þessa undarlegu hreiðurstilfinningu og gerði hér allt klárt fyrir komuna á prinsessunni, og er alveg að farast úr spenning og vil bara að hún komi strax hahahah alveg orðin STRAX sjúk hahahahah... En ég er nú samt orðin rólegri núna hahahah :=)


Fallegastur Guðmundsson :=)


Stelpurnar hans Guðna eru svo hérna þessa vikuna, en Guðni er að vinna svo Amma mín yndislega kom og verður hérna hjá okkur, þar sem að ég má ekki gera neitt og þarf nú að sinna þessum börnum eitthvað... Aníta reynir nú að hjálpa eitthvað til en maður nennir því nú svona takmarkað þegar maður er 9 ára... og Rakel lætur nú alveg hafa fyrir sér svo það er gott að hafa hana ömmu til að stjórnast hérna aðeins haha :=) Ásgeir Örn bara ennþá í sveitinni en hann kemur heim um versló, hlakka mikið til að fá hann heim.. hann er bara búinn að vera að heiman í allt sumar og líkar það vel, en mömmunni fynnst þetta að verða gott og vill fara að fá gullið sitt heim :=) haha

Sveitaferðin mín var góð, var mjög gott veður og var ég svona að mestuleyti inni því hitinn var alveg gersamlega að drepa mig hahahah.. en það var nú samt gott að vera aðeins heima hjá henni mömmu :=) Úlfaldinn var haldinn og heppnaðist það bara vel að ég held og var bara gaman að kíkja á þá tónleika.. Mjög skemmtileg hátíð og vonandi er hún komin til að vera... :=)

Meðgangan gegnur ágætlega, gengin rúmar 35 vikur og stækka hratt þessa dagana og hver hreifing orðin frekar erfið, en ég hlíði bara fyrirmælum og hreifi mig sem minnst til að halda henni þarna inni allavegana fram yfir 37, en svo lætur hún kannski bara bíða eftir sér fram í sept, en við skulum vona að hún láti ekki bíða lengi eftir sér þessi elska :=) Mamman orðin soltið spennt hahah :=)

En já langaði bara aðeins að láta vita af mér og okkur og óska Ölmu og Gumma ynnilega til hamingju með fallega prinsinn... XOXO

En þangað til næst, hafið það gott

Elísa Dagmar

laugardagur, 4. júlí 2009

Mývatnssveitin er æði :D

Jæja fólk, þá er ég komin í sveitasæluna.... ákvað bara í vikunni að skella mér norður, var orðin svo leið á því að hanga bara ein heima á daginn og láta mér leiðast. Fékk far með Kristbjörgu á miðvikudaginn til Akureyrar og Mamma, Ari og Ásgeir Örn komu svo bara til Ak og sóttu mig... Ótrúlega gaman að sjá þau og þá sérstaklega hann Ásgeir minn, var farin að sakna hans soltið mikið :D Hér er búið að vera mjög gott veður og er hitinn búinn að vera sl. daga hátt í 27 stig og sólin lét sig ekki vanta með því... og er ég því bara búin að vera mikið inni við, ég þoli ekki alveg svona mikinn hita.... Í dag er aðeins minni hiti eða 18 stig og sól og ég gat aðeins setið úti á palli en það var ekki langur tími hahahahah :D , bjargaði því aðeins að það er svolítill vindur þannig að það kældi aðeins niður í manni :) Mamma er hérna í óða önn að háþrýstiþvo húsið og búa það undir málningu, ótrúlega dugleg kellingin :D Ásgeir Örn leikur sér bara úti svo að ég og Amma erum hérna heima við, hún að þrífa eitthvað og ég að gera bara ekki neitt hahah, en ég hef félagsskapinn sem er annað en ég hafði heima hjá mér á daginn.... Bara gott :=)

Guðni minn bara heima með stelpurnar sínar og er svo að vinna á virku dögunum, en hann hefur ekkert síður gott af því að losna aðeins við mig, var að verða frekar leið og pirruð hahah :)

Meðgangan gengur bara svona ágætlega, er gengin 33 vikur á morgun, er eins og ég hef verið, mikill þristingur og hún lætur illa... svo ég passa mig bara á því að gera ekki neitt svo að hún komi nú ekki strax...... :D

Hef svosem ekkert mikið að segja, langaði bara svona aðeins til að henda inn svo þið hafið eitthvað að lesa um hahahahahah :D :D
Þið megið alveg endilega kvitta svo ég sjái hverjir eru að lesa :D :D

En þangað til næst, hafið það gott :D

Elísa Dagmar

föstudagur, 26. júní 2009

Fallegt í hafnarfirðinum.....

Jæja þá er að reyna að blogga aðeins, sjáum hversu vel það gengur, tölvan er alltaf að stíða mér og frjósa svona þegar henni sínist.... hahhaha :=)

En já hér er svosem ágætt að frétta... Við erum flutt í Hafnarfjörðin og er ég búin að koma okkur vel fyrir í fallega húsinu okkar.... Okkur líður mjög vel hérna og rosalega fallegt hér... :D
Ásgeir Örn er í sveitinni og verður þar held ég bara megnið af sumrinu, hann er bara sáttur við það, enda líður honum best þar.... :D Sakna hans samt ótrúlega mikið, en það er ekkert gaman fyrir hann að hanga hérna yfir henni móður sinni, þekkir engann hér ennþá og ég má ekki gera neitt...

Ég fór semsagt í rannsóknir eftir síðustu mæðraskoðun, þar sem að það er mikill þrýstingur niður, verkir og eggjahvíta í þvaginu.... þar kom í ljós að ég er með einhverskonar tálhríðar sem eru hríðar sem íta ekki barninu út en mjög svo óþægilegar og geta verið mjög sárar... Skoðaði hún mig og er mín búin að skorða sig og er að þrísta mikið niður... Var mér þar sagt að ég má ekki gera neitt, ekki labba mikið og alls ekki reyna á mig... Þannig að ég er bara rúmliggjandi, til að fyrirbyggja að hún komi ekki í heiminn strax, enda ekki tilbúin til þess þar sem að ég er bara gengin rétt tæpar 32 vikur... Ef ég passa mig vel getur vel verið að ég gangi bara fulla meðgöngu en svo getur hún brotist þarna í gegn hvenar sem er... Svo það er bara að hlíða svona einu sinni og gera ekki neitt... Viljum ekki að hún komi strax...... Annars er ég bara ágæt... hahah :)
Er reyndar alveg að farast yfir þessu, þar sem að ég er ekki nógu góð í skrokknum eftir slysið í nóvember svo að ég á mjög erfitt með að liggja mikið fyrir svo þetta er eigilega hálf kjánalegt ástand á manni.... :S :S

Guðni er svo bara alltaf i ræktinni ekkert smá duglegur... ef maður hefði svona sjálfsaga úfff... en það verður sko gert eitthvað í því eftir að prinsessan fæðist.... það er sko alveg á hreinu.... :)

Stelpurnar koma alltaf aðrahverja helgi, voru hjá okkur sl. helgi og fórum við í bío og reyndum að skemmta okkur... Þær voru bara ánægðar með nýja húsið, enda búnar á fá koju og stærra og betra herbergi.... :) svo seinnihlutann í júlí koma þær í viku í sumarfrí og svo aftur um versló og verða þá aftur í viku... Guðni er nú reyndar ekki í sumarfríi fyrrivikuna en hún yndislega Amma mín ætlar að koma og vera hérna hjá mér á meðan þær eru, þar sem að ég má ekki gera neitt, þá verð ég að fá smá aðstoð við þetta.... En Guðni er í sumarfríi seinni vikuna svo hann sér um þetta þá... Hvernig sem svo staðan á mér verður kemur í ljós síðar.... allt þannig séð óvíst.... við tökum bara einn dag í einu.... :)

En já ég veit svosem ekki hvað ég á að segja ykkur fl. eins og þið sjáið þá gerist ekki mikið hjá manni þegar maður er svona rúmliggjandi hahahahah :)

Svo vitiði af mér ef ykkur langar að kíkja á mann og skoða líka nýja fína húsið mitt... hahaha :=)

En já þangað til næst, hafið það gott...

Elísa Dagmar