þriðjudagur, 29. september 2009

Þórdís Lilja.... :=)

Jæja þá er Bjútíbollan komin með nafn :) Þórdís Lilja :=) Og er það í höfuðið á mömmu minni Þórdísi og Lilju Sóley, litla englinum mínum :=) Og held ég að hún sé bara ánægð með nafnið.... Amman var að sjálfsögðu voða montin með nafnið :=)

Skírðum við í Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 26. sept.. og vorum svo með smá veislu uppí Arctic Trucks.. Frábær dagur í alla staði :=)

Um kvöldið eftir veisluna kíkti ég út í fyrsta skiptið eftir að Þórdís Lilja fæddist... Var ættar hittingur í kópavogi og fórum við mæðgur, ég mamma og Drífa... Var ekki mikið um manninn þar og stoppuðum við stutt, var komin heim um miðnætti.. En voða gott að komast aðeins út :=)

Verð eigilega að segja það að ég nenni ekki að blogga núna, og ekkert mikið meira en þetta búið að gerast hjá okkur...

Verð duglegri næst..

En þangað til, hafið það gott

Elísa Dagmar

fimmtudagur, 17. september 2009

Bjútíbolla og brúðkaupsafmæli... :)

Jæja, eruð þið farin að bíða eftir bloggi???? Hver veit....

En já ætla að reyna að henda aðeins inn núna ef ég fæ frið hahaha :=)

En já það fæddist semsagt Bjútíbolla 23 ágúst sl, eins og flestir vita... En þann dag áttum við hjónin 1 árs brúðkaupsafmæli, ekki amarleg gjöf það ha :=)

En ef ég á að segja ykkur aðeins frá fæðingunni, þarf nú ekki að hafa mikinn tíma til þess, þar sem þetta gékk svo vel... En þannig var það að Laugardagskvöldið 22. ágúst vorum við hjónin bara með kósí kvöld fyrir framan imbann, fór svo að sofa um kl. 12 að miðnætti.. Vaknaði svo um kl.2 hálf svona undarleg en ekkert meira en hafði of vaknað, settist aðeins fram í stofu þar sem Guðni var ennþá að horfa á sjónvarpið.. Fórum við svo saman inn í rúm um hálf 3, er þá farin að finna aðeins meira en ekkert óþolandi... Segi svo við Guðna um korter fyrir 3 að hringja í Jón Odd frænda til að koma og sækja Ásgeir þar sem að ég var farin að fá hríðir... Jón Oddur kemur rúmlega 3 og við brunum uppá spítala.. Erum komin þangað um hálf 4 og þá er spjall við ljósmóður í Hreiðrinu og þá er farið að vera ansi stutt á milli verkja... Lætur hún renna svo í baðið og ég príla þar ofaní rúmlega 4.... Þá fer allt í gang og Bjútíbollan komin í heimin 5.11 :=) Ætlaði svo sem ekkert að eiga þarna í baðinu, en hefði eingan vegin komist uppúr því held ég svo ég ákað eigilega ekkert að frekar að eiga þar en annarstaðar, þetta gerðist bara svo hratt að hún fæddist bara þar ahahah :=) Yndisleg upplifun í alla staði... Var svo falleg þegar hún kom að ég kom varla upp orði.... ohhhhhhhhhh fæ bara gjæsahúð á því að rifja þetta upp..... :) Svo vorum við bara flutt yfir í annað herbergi þar sem við komum okkur vel fyrir, daman viktuð 3515 gr og mæld 50 cm.. Svo lögðum við okkur bara, eða aðalega Guðni þar sem ég gat ekki haft augun af prinsessunni fallegu.... Skemmtileg við þetta líka var að mamma mín var í húsmæðraorlofi í boginni þessa helgi og átti flug norður kl. 14 á sunnudeginum þannig að hún var fljót að koma og skoða prinsessuna áður en hún fór... Þannig að hún valdi sér þennann fína dag til að koma í heiminn, og tala nú ekki um það að hún er ein af 5 % sem fæðist á settum degi..... :) Svona á þetta að vera... :) Svo höfðum við það bara kósý 3 saman í Hreiðrinu þennann Sunnudag og fórum svo bara heim eftir kvöldmat.. Jón Oddur kom svo með Ásgeir um kvöldið og sá var hrifinn af litlu systir... Fannst hún svo lítil og sæt eins og hann sagði... :)

En núna er Bjútíbollan að verða 4 vikna og braggast mjög vel, var búin að þyngjast um rúm 600 gr á 2 vikum og ætlar mjög sennilega að verða eins og bróðir sinn, BOLLA aahah.. Vonum nú samt að hún verði ekki eins þung og hann var... 7,5 kg 3 mánaða hahahaha Geri aðrir betur... En það kemur í ljós....

Svo er það bara skírn næst á dagskrá og ætlum við að skíra 26. sept nk... þá fær mín annað nafn en Bjútíbolla, sem verður nú örugglega notað með.... :=) Enda alger bjútíbolla hérna á ferð.... :=)


En já þar hafiði það, svo reyni ég að vera duglegri að blogga...

En þangað til næst, hafið það gott ( ég veit að ég hef það allavegana MJÖG gott )

Elísa Dagmar