þriðjudagur, 21. júlí 2009

Fallegur frændi og rúmar 35 vikur.... :)

Jæja fólk það er bara fullt að frétta núna..

Hún Alma mín og hann Gummi hennar eignuðust son á sunnudaginn og er hann ekkert smá fallegur þessi elska, alveg eins og mamma sín :=) Er ég ekki búin að fara og máta, enda með fullt hús af börnum og ömmu og Guðni að vinna, en amma ætlar að leyfa mér að skreppa í dag og þá verður sko mátað og skoðað þennann fallega dreng... :=)
Ég verð nú að segja það að ég varð nú soltið abbó þegar hann kom í heiminn og fékk þessa undarlegu hreiðurstilfinningu og gerði hér allt klárt fyrir komuna á prinsessunni, og er alveg að farast úr spenning og vil bara að hún komi strax hahahah alveg orðin STRAX sjúk hahahahah... En ég er nú samt orðin rólegri núna hahahah :=)


Fallegastur Guðmundsson :=)


Stelpurnar hans Guðna eru svo hérna þessa vikuna, en Guðni er að vinna svo Amma mín yndislega kom og verður hérna hjá okkur, þar sem að ég má ekki gera neitt og þarf nú að sinna þessum börnum eitthvað... Aníta reynir nú að hjálpa eitthvað til en maður nennir því nú svona takmarkað þegar maður er 9 ára... og Rakel lætur nú alveg hafa fyrir sér svo það er gott að hafa hana ömmu til að stjórnast hérna aðeins haha :=) Ásgeir Örn bara ennþá í sveitinni en hann kemur heim um versló, hlakka mikið til að fá hann heim.. hann er bara búinn að vera að heiman í allt sumar og líkar það vel, en mömmunni fynnst þetta að verða gott og vill fara að fá gullið sitt heim :=) haha

Sveitaferðin mín var góð, var mjög gott veður og var ég svona að mestuleyti inni því hitinn var alveg gersamlega að drepa mig hahahah.. en það var nú samt gott að vera aðeins heima hjá henni mömmu :=) Úlfaldinn var haldinn og heppnaðist það bara vel að ég held og var bara gaman að kíkja á þá tónleika.. Mjög skemmtileg hátíð og vonandi er hún komin til að vera... :=)

Meðgangan gegnur ágætlega, gengin rúmar 35 vikur og stækka hratt þessa dagana og hver hreifing orðin frekar erfið, en ég hlíði bara fyrirmælum og hreifi mig sem minnst til að halda henni þarna inni allavegana fram yfir 37, en svo lætur hún kannski bara bíða eftir sér fram í sept, en við skulum vona að hún láti ekki bíða lengi eftir sér þessi elska :=) Mamman orðin soltið spennt hahah :=)

En já langaði bara aðeins að láta vita af mér og okkur og óska Ölmu og Gumma ynnilega til hamingju með fallega prinsinn... XOXO

En þangað til næst, hafið það gott

Elísa Dagmar

laugardagur, 4. júlí 2009

Mývatnssveitin er æði :D

Jæja fólk, þá er ég komin í sveitasæluna.... ákvað bara í vikunni að skella mér norður, var orðin svo leið á því að hanga bara ein heima á daginn og láta mér leiðast. Fékk far með Kristbjörgu á miðvikudaginn til Akureyrar og Mamma, Ari og Ásgeir Örn komu svo bara til Ak og sóttu mig... Ótrúlega gaman að sjá þau og þá sérstaklega hann Ásgeir minn, var farin að sakna hans soltið mikið :D Hér er búið að vera mjög gott veður og er hitinn búinn að vera sl. daga hátt í 27 stig og sólin lét sig ekki vanta með því... og er ég því bara búin að vera mikið inni við, ég þoli ekki alveg svona mikinn hita.... Í dag er aðeins minni hiti eða 18 stig og sól og ég gat aðeins setið úti á palli en það var ekki langur tími hahahahah :D , bjargaði því aðeins að það er svolítill vindur þannig að það kældi aðeins niður í manni :) Mamma er hérna í óða önn að háþrýstiþvo húsið og búa það undir málningu, ótrúlega dugleg kellingin :D Ásgeir Örn leikur sér bara úti svo að ég og Amma erum hérna heima við, hún að þrífa eitthvað og ég að gera bara ekki neitt hahah, en ég hef félagsskapinn sem er annað en ég hafði heima hjá mér á daginn.... Bara gott :=)

Guðni minn bara heima með stelpurnar sínar og er svo að vinna á virku dögunum, en hann hefur ekkert síður gott af því að losna aðeins við mig, var að verða frekar leið og pirruð hahah :)

Meðgangan gengur bara svona ágætlega, er gengin 33 vikur á morgun, er eins og ég hef verið, mikill þristingur og hún lætur illa... svo ég passa mig bara á því að gera ekki neitt svo að hún komi nú ekki strax...... :D

Hef svosem ekkert mikið að segja, langaði bara svona aðeins til að henda inn svo þið hafið eitthvað að lesa um hahahahahah :D :D
Þið megið alveg endilega kvitta svo ég sjái hverjir eru að lesa :D :D

En þangað til næst, hafið það gott :D

Elísa Dagmar