mánudagur, 15. desember 2008

Jólin koma....

Jæja hvað er að frétta ....

Hjá mér er bara fínt að frétta.... Maður er bara í óða önn að reyna að klára allt fyrir jólinl, og förum við svo norður á laugardaginn..... :D :D :D

Helgin var fín,, fórum á jólahlaðborð með Atctic á föstudaginn og var það haldið útí Viðey, rosalega gaman að koma þangað, hef aldrei komið þangað fyrr... Maturinn var samt ekkert sérlega góður, en skemmtum við okkur bara vel þrátt fyrir það og vont veður... Þegar við komum svo í land, náði Raggi í okkur og við kíktum í afmæli til Lilju.. Þaðan fórum við svo ég, Guðni, Sonja og Lára að hitta Ásdísi, Valdimar, Hreidda, Þórhall og fl á Celtic Crosss var bara rosa fjör hjá okkur þar og fórum við svo þaðan á Amsterdam og fengum far heim þaðan... Var bara gaman :D :D

Laugardagurinn var fínn, stelpurnar komu, því mamma þeirra var að fara eitthvað að skemmta sér og fengu því að koma auka dag, sem var mjög fínt því við sjáum þær svo ekki fyrr en um áramótin, að öllum líkindum.... Ásgeir Örn fór svo með ömmu Kiddý á jólaball á sunnudaginn og skemmti sér alveg konunglega... :D Bakaði vöfflur og setti upp slátur... :D Bara duglega ha :D :D Stelpurnar fóru svo með rútunni kl. 6 og við aftur orðin 3 í koti... :D

Svo er maður bara 2 í viku hjá sjúkraþjálfara og er svona allur að koma til, ef ég passa mig hvernig ég beiti mér þá er ég fín, nema eftir sjúkraþjálfarann þá er ég ekkert fín... hahah Hann pínir mig svo mikið að það er ekki fyndið, en það virkar.. :D :D

En já ég ákvað að henda aðeins inn svona þar sem að ég nennti því... :D :D

En nenni ekki að bloga meira í bili, enda Ásgeir orðinn svangur og best að fara að gefa honum eitthvað að eta :D :D

En þangað til næst, hafið það gott....

Elísa Dagmar

miðvikudagur, 10. desember 2008

Svona er ég þá !!!!!!




CAPRICORN - The Passionate Lover


Love to bust.
Nice.
Sassy.
Intelligent.
Sexy.
Grouchy at times and annoying to some.
Lazy and love to take it easy.
But when they find a job or something they like to do they put their all into it.
Proud,
Understanding and sweet.
Irresistible.
Loves being in long relationships.
Great talker.
Always gets what he or she wants.
Cool.
Loves to win against other signs especially Gemini's in sports.
Likes to cook but would rather go out to eat at good restaurants.
Extremely fun.
Loves to joke.
Smart.

Langaði bara aðeins að henda hér inn... :D

Hef ekkert meira að segja í bili.

Þangað til næst, hafið það gott..

Elísa Dagmar

mánudagur, 8. desember 2008

Jólin alveg að koma :D

Já fólk, þá líður senn að jólum... Ohh það verður svo gott að komast í sveitina mín góðu :D Get varla beðið... Ætum við að leggja í hann morguninn 20 des.. og vera þar ég veit ekki hvað lengi, erum ekki alveg búin að ákveða hvort það verður jól og áramót eða bara jól.. Kemur bara í ljós þegar þar að kemur....

Annars er ekki mikið að gerast hjá manni þannig... Fór ég að föndra með stelpunum úr sveitinni á föstudagskvölið, heima hjá Betu, og gerðum við Alma krakkakonfekt, mjög gott að fá sér svona einn mola á mánaðarfresti, þetta er svo hrikalega sætt úffff en gaman var samt að gera það:D Gestrisnin hjá Betur að sjálfsögðu först classsss, fengum hvítvín, rauðvín, gos og bjór, geggjaðar tortíur sem hún bjó til og svo grænmeti og ávexti með ídífu... bara gott :D :D og ég skemmti mér bara alveg konunglega... :D Stelpurnar voru svo hjá okkur um helgina, fórum til Keflavíkur á laugardaginn, til að vera viðstödd þegar kveikt var á jólatrénu, því að Ásgeir Örn var hjá Langömmu sinni um daginn og fóru þau og heimsóttu skessuna, og fóru í ratleik og fl.. var hann svo vinningshafi í ratleiknum og var honum því veitt verðlaun þegar kveikt var á jólatrénu... Fékk hann könnu, viðurkenningarskjal og bók um skessuna.. Var hann ekkert smá glaðar, fór uppá svið og alles :D ógeðslegt veður var svo að við nenntum ekki að vera allann tímann og fórum því bara þegar verðlaunaafhendingin var búin og borðuðum hjá Ömmu..... :D

Svo fór ég með Ásgeir og Anítu á Madagascar 2 á sunnudaginn, bara skemmtileg mynd þar,, verð samt held ég að sjá hana líka á ensku, held að hún sé töluvert fyndnari þannig :D

Svo erum við að fara í kistulagningu í dag og jarðarför á morgun, þar sem að amma hans Guðna lést laugardaginn 29. nóv, blessuð sé minning hennar...

Ásgeir Örn er að fara í keilu í dag með skólanum, ekkert smá spenntur.. Sniðugt finnst mér að fara svona með krakkana.... Þetta finnst þeim skemmtilegt :D

Svo er maður bara í jólaundirbúning, ætla að baka nokkrar sortir í vikunni, skrifa jólakort og vonandi setja upp jólatréð :D :D
Svo er maður að fara á jólahlaðborð hjá vinnunni hans Guðna á föstudaginn og verður það útí Viðey, hlakka mikið til þar sem að ég hef aldrei komið útí viðey... Verður örugglega rosalega gaman :D Stelpurnar koma svo auka dag á laugardaginn næsta, mamma þeirra er að fara út að skemmta sér.. það verður bara gaman :D :D

En já já ég held að ég sé bara búin að blogga ágætlega núna og ætla að fara að horfa á Nágranna :D :D

Heyrumst síðar og hafið það gott þangað til :D

Elísa Dagmar

mánudagur, 24. nóvember 2008

Þá kom að því....!!!!!!!

Jæja það kom að því... Konan er búin að missa vinnuna... Það er svo lítið að gera og engir peningar í þessum bransa í dag, að eigandinn neyddist til þess að selja undan mér bílinn.. Þannig að ég fékk að fjúka með, og eiga menn von á uppsagnarbréfi nk mánaðarmót í fyrirtækinu... Þetta að sjálfsögðu kemur sér alls ekki vel, eins og staðan í þjóðfélaginu er í dag.. Lítið um vinnu og mikið atvinnuleysi... En ég læt það nú ekki stoppa mig, ég mun núna nota aðeins tímann og sækja sjúkraþjálfara og ná mér í bakinu og sæki um vinnur.... Sem betur fer er hann Guðni minn ENNÞÁ með vinnu og vonum að það verði bara þannig, úffffffffff ef hann myndi nú missa sína líka... jesússsss... En förum nú ekki að hugsa um það núna því það er ekki að gerast eins og er.... En já þetta var að sjálfsögðu mikið áfall og er ég ekki alveg búin að átta mig á þessu ennþá held ég... Ég er mjög ósátt, ekki bara peningalega séð heldur líka það að mér líkaði mjög vel í þessari vinnu og hefur mér ekki liðið svona vel í vinnu bara aldrei held ég... Svo að þetta er mikill missir fyrir mig :( og á ég örugglega eftir að sakna hennar mikið... En nóg um það, verð bara þunglynd á því að tala of mikið um það.......

Dagurinn í dag var samt bara fínn fyrir utan bakið.. Hittumst við nokkur af vinunum úr sveitinni á veitingastað í borginni og borðuðum saman finann mat, tilefni þess var að Erini kærastan hans Garðars er að flytja aftur heim til Grikkland, og eigum við eftir að sakna hennar... Enda ekki annað hægt, frábær stelpa þar á ferð... Vonum bara að hún komi fljótta aftur... :D :D

Sit ég hérna núna inní stofu að skrifa þetta (auðvitað) og hlusta á hann Guðna minn sem er að læra fyrir próf, það er svo fyndið að hlusta á hann, því að ég fæ bara flassback frá því í fyrra þegar ég var að læra þetta... enda get ég aðeins hjálpað :D Gott þegar það er gagn af manni :D :D

Er ég svo byrjuð á jólahreingerningunni, gengur hún hægt þar sem að ég get ekki gert mikið í einu, fínnt það þar sem að ég get alveg dundað mér við þetta í ró og næði... Búin að setja upp 2 seríur, opna jólaskrautskassann og búin að spá og spekulera mikið hvernig ég vil hafa þetta hérna hjá okkur... :D :D

En já já er þetta ekki bara gott í bili, nenni ekki meira í kvöld, enda orðin þreitt og verkirnir farnir að vera miklir, þannig að ég ætla bara að fá mér nokkrar pillur og skella mér í bólið, held að það sé plan..

þangað til næst, hafið það gott XOXO

Elísa Dagmar

sunnudagur, 23. nóvember 2008

Óheppna ég....

Jæja fólk hvað er að frétta????

Það er bara svona lala hér á bæ... Ég er alls ekki orðin góð í bakinu, og eins og mér líður í dag, er ekkert að breitast í þeim málum á næstu dögum... Fer og hitti doctorinn á morgun, og verð send til sjúkraþjálfara sem er gott, þá kannski fer eitthvað að gerast í batanum :D :D

En já , sl. helgi var góð, Mývetningapsrtýið var bara að mestu mjög skemmtilegt og gaman að hitta alla :D :D

Svo fór bara ný vinnu vika af stað, og ég var bara heima alveg að drepast, sef sama og ekki neitt og næ því ekki djúpasvefninum og er því þreitt og ónýt... Guðni var í skólanum alla vikuna og vorum við Ásgeir bara ein heima fram á kvöld... :D

Svo rann föstudagurinn í garð og hann byrjaði með fundi hjá sýslumanni sem gékk að ég held bara vel..:D Svo fór ég nú bara heim og skellti mér í bað og horfði á nokkra Greys anatomy þætti... Seinnipartinn náði ég svo í stelpurnar á rútuna og náðum við svo i Guðna í vinnu, Guðni stoppaði ekki lengi þar sem að hann fór í skólann.. Bakaði ég mömmu pizzu handa liðinu og var hún ekkert smá góð mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm :D :D Guðni kom svo heim og borðaði með okkur og var kvöldið svo bara kósý :D
Laugardagurinn var fínn, Guðni í skólanum til 2 , Aníta fór í afmæli kl. 2 og átti að vera til kl .4 en nei nei þá varð hún að fá að gista hjá afmælibarninu:D Við fórum í húsasmiðjuna, egg og blómaval og keyptum meira skraut og seríur :D :D gaman gaman... Svo var bara farið heim og eldað mat og borðað :D :D Þegar börnin fóru svo að hátta horfðum við Guðni á Saw 5 :D :D Hún er geggjuð :D :D Verður erfitt fyrir þá sem bíða að bíða þangað til í febrúar ;D hahahahaha

En já já nú er sú yngsta að juða í mér hérna að ég gefi henni að borða... best að fara að gefa þessum ormum hádegismat :D :D Guðni ennþá í skólanum og Aníta hjá vínkonu svo við erum bara hér 3 :D svo fara þær heim seinnipartinn og þá kemst aftur ró á heimilið hahahahaha :D :D

En já já veit ekkert hvað ég á að segja meira í bili.. aðeins að henda inn...

En þangað til næst, hafið það gott :D :D

Elísa Dagmar

laugardagur, 15. nóvember 2008

Kvennahittingur, mývópartý og fl.... :D :D

Jæja fólk.. Þá er að koma með smá pistil... ég helf nú ekki mikið að segja en verður maður ekki að koma með smá fyrsst maður er með þetta blogg... :D :D

Vikan er búin að vera ansi róleg... Hef ekki gert mikið nema reyna að ná mér í bakinu... sem gegnur bara vel, ég er orðin svona frekar góð, ef ég beiti mér bara rétt þá er ég góð.... En er samt sem áður ennþá mjög aum, en það kemur með tímanum bara held ég....

Guðni byrjaði í skólaunm á Miðvikudaginn :D Kallinn er semsagt farinn í skóla til að taka leigubílinn, hann vill ekki að ég keyri á næturnar, svo hann ákvað bara að drífa sig í þetta svo hann geti þá gert það sjálfur... Yndislegur þessi elskan ha :D :D :D :D En honum gengur bara vel, g mun þetta taka nokkrar vikur.... Hann verður kominn á leigubíl í byrjun næsta árs... :D

Á fimmtudaginn var hittingur nokkra ungra kvenna, sem eru að plana fótboltann næsta sumar... Hittumst við heima hjá mér í þetta skiptið og horfðum á eina kvikmynd saman.,... Var mæting kl. 8 og mættu þá Beta og Drífa... Var ég með grænmeti og ídífu, snakk og ídífu, popp, vatn og Drífa kom með smá nammi :D :D Hilda og Þórhalla komu svo þegar myndin var alveg að verða búin og sátum við svo og kjöftuðum þegar myndin var búin... :D :D Bara frábært kvöld... :D :D

Í gær fékk ég svo aftur gesti... Bauð ég heim í spil, því Guðni var að fara að vinna og ég nennti ekki að hanga ein heima... Komu Alma, Ásdís og Valdimar um 9 og við sátum og spjölluðum og tókum svo eitt PArtý og Co (nýja) spil... Gummi kom svo rétt undir miðnætti með strætó hahahahaah og sat með okkur til rúmlega 1... Var bara rosalega gaman hjá okkur og var mikið kjaftað og hlegið... :D :D Takk fyrir kvöldið elskurnar :D :D

Svo er það bara dagurinn í dag.... Ásgeir er að fara í afmæli og svo kemur Anna systir og passar hann í kvöld þar sem að ég er að fara til Ölmu, og þaðan ætlum við heim til Issa og Ingu þar sem hið árlega Mývetningapartý á sér stað :D :D Það er alltaf rosalega gaman hjá okkur þar svo maður má ekki láta sig vanta.... :D :D :D

Jæja já, ég er bara búin að vera þokkalega dugleg að blogga í dag... ussss...
En best að fara aftur í það að horfa á barnatímann með Ásgeiri og taka úr þvottavélinni....

Þangað til næst.. Hafið það gott....

Elísa Dagmar

þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Bloggedí blogg.... :D :D

Jæja fólks... Hvað er að frétta????

Hjá mér er bar gott að frétta eða svoleiðis... Ligg reyndar heima núna og er gersamlega að drepast í bakinu, því hún Elísa er svo óendanlega heppin, hún var að fara uppí vörubílinn í gær og rann svona skemmtilega í tröppunum að hún hrundi til jarðar og lenti á bakinu :( :( og ég er að farast í dag..... En það er bara að taka því aðeins rólega, liggja í heitu baði og briðja smá bólgueyðandi.... :D :D :D

Helgin sl. var góð, stelpurnar komu eins og vanalega aðra hverja helgi :D Og svo kom Mamma, Gunnar og strákarnir líka í bæinn... Borðuðum við öll saman og Drífa og Ragnar komu líka, þennann dýrindis gæsapottrétt... alveg rosalega góður... :D Vorum við mæðgur svo búnar að ákvaða að eyða kvöldinu saman úti á lífinu í Rekjavík. Skemmtum við okkur líka rosalega vel :D

Laugardagurinn var bara rólegur, en á sunnudaginn fórum við með krakkana og keypum ís og svo keyrðum við stelpurnar á móti mömmu þeirra, því þau voru að fara til Grindavíkur þanngi að þær fóru svona í fyrra fallinu heim..... Eyddum við svo deginu í að fara í Húsasmiðjuna, Egg og Blímaval skútuvogi, áttu nefnilega ennþá gjafabréf síðan í brúðkaupinu... Keyptum fullt af flottu skrauti til að gera fínt hjá okkur, fórum svo þaðan í Byggt og búið og eyddum gjafabréfi þar líka.. Ekkert smá gott að eyða svona smá í kreppunni... heheheheh :D :D :D
Fengum okkur svo að borða á KFC og fórum svo heim og horfðum á Dagvagtina og þá komu Mamma og Co til að gista hjá okkur....

Svo tók bara ný vinnuvika við og mér tókst að klúðra henni heldur betur með því að detta svona fallega...... :D :D

Annars er bara fínt að frétta af okkur hér, og teljum við bara dagana til Jóla svo við komumst í sveitina .... ohhhh það verður dásamlegt... :D

Svo er það bara næsta helgi, verð ég að vinna eða ekki... Löngu búin að skrá mig á bíl en svo er bara að bíða og sjá hvort einhver hringi í mann.... það er nefnilega bara ekki svo auðvelt að fá bíl í dag, þar sem að kallarnir eiga það mikið til að keyra bara sjálfir í kreppunni... Svo eru svo rosalega margir að reyna að fá bíl... EN vonandi, því ekki veitir af...
En EF ég fæ ekki bíl, þá er ferðinni heitið á Sogaveginn þar sem hið árlega Mývetningapartý verður haldið hjá Issa.... Það er alltaf rosalega gaman hjá okkur þegar við hittumst svo maður verður ekki svikinn þar.... :D

En já já held að það sé bara best að ég hætti núna.. ætla að reyna að liggja hér og vonandi verður þetta bara orðið sæmilegt eftir daginn.... Nenni svo ómögulega að hanga heima....

En þangað til næst.... Hafið það gott og verið bara bjartýsn í Kreppunni ( ég veit ég er það )

Elísa Dagmar

fimmtudagur, 30. október 2008

Bjartsýni í kreppunni :D

Já já ég verð að fara að bæta mig í þessu bloggi held ég ... Alma frænka er bara farin að kvarta á sínu bloggi yfir því hvað ég og Marta erum lélegir bloggarar... heheheh
Ég er að reyna :D :D

Ekki mikið að frétta sosem... Mikill niðurskurður er í atvinnulífinu þessa dagana og þakkar maður bara fyrir að vera í vinnu... Skorið var um helming niður í vinnunni hjá Guðna í dag, en SEM BETUR FER heldur Guðni vinnunni enn sem komið er... Vonandi verður það bara þannig... Vinnan hjá mér er ennþá, en guð veit hvort það helst eða ekki, þvílíkt sem er verið að skera niður eða bara fyrirtæki hætta eða fara á hausinn í þessu bransa sem ég vinn við.... Það yrði ekki gott ef maður myndi nú missa vinnuna núna, ekki mikið um störf í boði þar sem mikið atvinnuleysi er að bresta á og er..... En maður heldur bara í vonina og er bjartsýnn, það þýðir eigilega ekki annað....
Þetta er bara rosalegt ástand í þjóðfélaginu í dag, og virðist engann endi taka á hremmingunum, þeir lofa og lofa og ekkert breytist... Lækka stýrivexti til að reyna að bæta, en nei nei hvað gera þeir, hækka þá bara aftur og skilja ekkert í því að þjóðfélagið sé hreinlega að fara á taugum..... Alveg ótrúlegt lið... Held að það ætti bara að fá Einstæða móður, atvinnurekanda, Öryrkja, Ellilífeyrisþega og nema til að rétta þetta af... Þau vita allavegana hvernig það er að vera á barmi kjaldþrots..... En já já við erum ekkert hér til að kryfja þetta er það???? Við verðum bara að vera bjartsýn á að þetta lagist með tímanum er það ekki bara .... :D :D

Helgin er að nálgast og ég skráði mig á Taxa á mánudaginn, en ekki hefur neinn hringt ennþá, örugglega margir að slást um bílana núna þegar peningarnir eru af skornum skammti.... En það er föstudagurinn eftir,, ef ég fæ ekki bíl þá ætla ég bara að vera rólega annaðkvöld, vinna aðeins með James á Laugardaginn og fara svo í trúlofunarpartý hjá hanni Thelmu minni og hennar heitelskað Vésteini.. :)

Aþena meiddi sig á fæti í dag og gengur nú bara um á 3, sefur bara og er held ég alveg sár kvalin þessi elska... Ég ætla að sjá hvernig hún verður eftir nóttina og fara með hana til dýralæknis á morgun ef hún verður eins.... Ekki gott að láta hana kveljast og ganga bara um á 3.... Annars er hún bara ennþá svolítið vitlaus, hlíðir ekki miklu, en meiru samt... Pissar og kúkar minna inni en það kemur samt ennþá fyrir... Enda bara 5 mánaða... Þetta kemur allt... :D :D Fer með mér í vinnuna á hverjum degi og sefur eins og prinsessa í farþega sætinu allann daginn.... Bara ljúft líf hjá henni....

Ásgeir Örn, var með gubbupest á þriðjudaginn en náði sér fljótt af henni og fór bara í skólann aftur á miðvikudaginn... Honum gengur bara vel í skólanum, fórum á fyrsta foreldraviðtalið á mánudaginn, og verð ég bara að segja það að ég gékk þaðan út mjög stollt móðir sko... Algert draumabarn í skólanum og gengur alveg rosalega vel... :D :D

Já já ég hafði allt þetta að segja bara ... :D Best að ég hætti þessu, kíki aðeins á Bond í sjónvarpinu og fari bara að sofa, Guðni fór í Fimmtudags poolið sitt með Ragga svo að ég verð víst bara að sofna ein í kvöld... pifffff

Jæja hætta núna, annars byrja ég að bulla eins og ég á til svona í endann á blogginu, nenni ekki að bulla mikið núna, þangað til næst hafið það gott....

Elísa Dagmar

sunnudagur, 26. október 2008

Hvað er málið með þessa leti???????

Halló gott fólk... ég veit að ég er ekki dugleg að blogga, það er einfaldlega vegna þess að tölvan mín er að gefa upp öndina, þannig að ég hef ekki nennt að hamast við það að blogga... En nú kemur samt smá....

Alltaf sama að frétta hér samt, barnahelgi að enda núna og vorum við að koma heim frá því að fara með stelpurnar í rútuna... þannig að það er orðið rólegt hér á bæ....

Ásgeir Örn hélt uppá afmælið sitt 18. okt sl.. og var hér heljarinnar veisla, margir pakkar og mikið etið... :D :D Fékk gaurinn gítar frá Drífu frænku og var ekki lítið montinn þegar hann fór svo í gítartímann með nýja gítarinn.... :D

Heilsan mín, er orðin góð og er ég farin að geta gert allar dagsins venjur :D :D sem betur fer, orðin þreitt á því að vera með hálfa heilsu hehehehe :D :D

Gegnur vel í vinunni, reyndar búið að vera smá basl, þar sem að ég er á mjög lélegum trailer og búið að snjóa mikið síðustu daga, þannig að ég er ekki búin að vinna mikið, vegna hálku og þessi bíll minn spólar bara á jafnsléttu... algert drasl.... En það fer nú að lagast vonanadi... Eða ég skipti bara um bíl, sem ég mun gera þegar veturinn er alveg genginn í garð... nenni nú ekki að gera mig að fífli á öllum ljósum , gatnarmótum og hringtorgum, nei takkkkkk heheheh :D

Svo er maður bara farin að hugsa mikið til Jólanna þar sem að það verður farið í sveitina góðu... Guðni alveg farinn að telja niður dagana, vantar eitthvað að komast í skítagallann held ég... :D heheh... Það verður SVO gott að komast í sveitina, ekki búin að koma heim síðan í júlí... Alls ekki gott....

Svo er bara að taka við önnur vinnuvika, og það verður fróðlegt hvernig hún mun ganga í frostinu :D :D EN já já það er svo sem ekki mikið meira sem ég hef að segja sko... Langaði bara aðeins að henda hér inn svo að þið haldið ekki að ég sé bara dauð... hehehehe

Kem með meira fljótlega... En þangað til Hafið það gott :D

Elísa Dagmar

sunnudagur, 12. október 2008

Jæja helgin að líða......

Jæja gott fólk... þá er helgin að líða og búið að vera nóg að gera hjá manni síðustu daga....

Mikið var um að vera um helgina, stelpurnar komu á föstudaginn og var því fjör hér um helgina... Héldum við uppá fyrra afmælið í gær fyrir Ásgeir Örn sem er að verða 6 ára núna 18.okt bauð hann vinum sínum og var því mikið fjör, ætlar hann svo að halda uppá afmæli fyrir fjölskylduna nk. laugardag, enda er þá afmælisdagurinn hans........ Svo vorum við með auka barn í nótt þannig að barnafjöldinn var góður hér á þessum bæ... Fékk hún Dís hennar Ásdísar vínkonu að gista hjá okkur, hún er 16 mánaða og ekkert smá róleg og góð.. Guðni varð alveg ástfangin af henni, enda rennur varla í henni blóðið :D :D en þetta var bara gaman og skemmtu börnin sér vel saman hér í gær og í dag.... :D Svo eru stelpurnar núna farnar heim til mömmu sinnar og er því orðin ró hér á bæ :D :D

Svo á morgun er fríið búið hjá minni og verður bara gott að komast aftur til vinnu, enda alveg að verða geðveik á því að hanga svona heima og gera ekki neitt, gera ekki neitt segi ég, ég get nú ekki sagt það að ég hafi ekki gert neitt hérna í síðustu viku, bakaði hérna 3 daga í röð, tók herbergið hans Ásgeirs í gegn og henti dóti sem hann notar aldrei og er ónýtt, tók kojuna hans í sundur og seldi hana þar sem að hún tók allt herbergið hans og er ég að leyta að nýju og minna rúmmi fyrir hann svo að hann hafi nú aðeins pláss fyrir sig þarna inni. Þannig að ég get ekki sagt að ég hafi bara legið með lappir uppí loft.. Gerði allavegana aðeins :D :D

Svo er maður að vona að þessi kreppa fari nú aðeins að lagast, öll lán að fara uppúr öllu valdi og endalaus svartsýni og áhyggjur í fólki sem gerir meira að draga mann niður en annað... En maður reynir nú samt að vera bara bjartsýnn og vonast eftir því að maður og aðrir komist nú sæmilega frá þessu... Enda er bara hamstrað mat, skemmt sér í hófi og labbað út í sjoppu.... Enda ekki annað hægt.... :D


En já já gaman að þessu....!!!!
Hef svo sem ekkert að segja langaði bara aðeins að henda hér inn, reyni að láta ekki líða of langt á milli núna... :D

En þangað til næst, hafið það gott og bless í bili.....

Elísa Dagmar

þriðjudagur, 7. október 2008

Allt eða ekkert!!!!!

Jæja þá er helgin og sonna yfirstaðin... Hún var bæði góð og mjög slæm hjá mér... :S

Við drifum okkur fjölskyldan út að labba á laugardaginn með Aþenu, fyrsti göngutúrinn hennar svona að ráði, en langur var hann nú ekki, ég gat nú ekki gengið langt né hratt... en gott varð það mmmmm...
Svo þegar leið á kvöldið, fór Guðni minn í pool með Ragga og Thelma, Vésteinn, Valdimar, Ásdís, Erna, Þórey og vínkona Ásdísar komu til mín og við tókum nýja Partý og Co spilið, ekkert smá gaman hjá okkur, skemmtilegt spil, verð að segja það... :D Guðni kom svo heim og við fórum að sofa....
Vaknaði daginn eftir svona hálf þunn en góð samt.. Fór svo að fá smá höfuðverk og ákvað að leggja mig aðeins, nei nei ég gat ekki sofnað heldur magnaðist bara höfuðverkurinn og varð svo geðveikur að ég hélt ég væri hreinlega að deyja, byrjaði mér þá að verða óglatt og varð líðan mín hræðile, gat ekki talað, mátti enginn tala við mig, því það gnísti bara í höfðinu á mér, Drífa kom heim og Guðni fór að kaupa stíla og fá svefntöflu, stílarnir virkuðu ekki mikið strax og ég ælið öllu sem ég lét inn fyrir varirnar, og líka svefntöflunni svo hún kom ekki að góðum notum... Jésussssss minn, ég var bara rugluð og með óráði.. Held að mér hafi aldrei liðið svona illa... Náði að sofa svo og vaknaði svona ágæt í gær morgun... úffff ég vona að mér eigi ALDREI eftir að líða svona illa aftur, þetta var hræðilegt.......
Valdimar vakti mig í gær með því að hringja og segjast koma til mín, plataði ég hann þá til að kaupa eitthvað handa mér að borða þar sem að ég hefði ekki borðað síðan á laugardaginn... orðin frekar máttvana og svöng... Kallinn kom með borgara :D :D Bara gottttt :D Sat hann svo hjá mér fram eftir degi og við gláptum á TV, bara notarlegt.... :D

Guðni kom svo heim úr vinnu rúmlega 6 og hélt áfram að stjana við konuna sína þessi elska :D :#:#

Svo er gítartími hjá Ásgeiri í kvöld og ætla ég að fara með honum, það er svo gaman að heyra þegar hann er að læra... hann er svo mikill spekingur hehehe :D

En já já nóg um það.... Þetta er orðið fínt í dag og þangað til næst hafið það gott :# :#

Elísa Dagmar

fimmtudagur, 2. október 2008

Legusár og geðveiki......

Jæja þá er ég búin að vera heima í 4 daga og er að verða geðveik... tala nú ekki um legusárið sem er að myndast eftir að liggja í sófanum, með hundinn einann til að tala við "geggjað".....
Skrapp samt aðeins út í dag og fór í dýrabúðina til að kaupa hundamat, skrapp í smá kaffi til Thelmu sem var að vinna á Hreifli og náði svo í Guðna í vinnuna og við fórum í búðina.. Verð að segja það að ég var orðin svolítið þreitt þegar ég kom heim og var farin að verkja svolítið... En djöfull var þetta gott að komast aðeins út fyrir... Ég er alveg að deyja að hanga svona inni og gera ekki neitt...... En þetta fer að verða búið sem betur fer.. Verður svo gott að komast aftur í vinnuna og hafa smá rútínu á þessu lífi, fer alveg með mann að hanga svona og gera ekki neitt....

Svo er bara spenningu í manni núna, Prison break er að byrja aftur í kvöld :D :D :D :D Búin að bíða spennt eftir því.. Enda hættu þættirnir síðast í miðri seríu ... Vívívívívivívívíví... :D :D






Guðni að fara í Fimmtudags poolið sitt með strákunum svo að ég og Drífa verðum bara tvær hérna að horfa á imbann..:D

En já eigum við ekki bara að láta þetta nægja í bili ;)
Þangað til næst take care :D

Elísa Dagmar

þriðjudagur, 30. september 2008

Jæja er þá ekki um að gera að reyna að standa sig í stikkinu!!!!!

Ekki það að ég hafi mikið að segja, en það má reyna að koma með eitthvað svo þið hafið eitthvað um að lesa... Ætla að reyna að standa mig betur en á hinu :D

Ég er búin að vera svona lala í dag, svolitið um verki og ekki góðir þegar þeir koma, alls ekki.....
Thelma kom aðeins til mín í dag og kom með hádegismat handa sjúklingnum, ekkert smá góð ha :D Takk elskan... Plataði ég hana svo til að keyra mig útá Bónusvideo, varð að fara og ná mér í Sex and the city myndina, það nennti aldrei neinn með mér í bíó þegar ég hafði tíma, svo að ég varð bara að bíða eftir henni á DVD... Ekki mikið annað að gera núna en að glápa bara á TV.. En já mér fannst hún alveg brilllll verð að segja það sko... Og skemmti mér vel yfir henni.... :D



Ásgeir fékk að labba einn heim úr skólanum í dag og finnst honum það ekki leiðinlegt, svo stór að verða að það er alveg ótrúlegt,... Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, mér finnst eins og það hafi verið í gær að ég, Alma og Ólöf vorum alltaf að fara með hann í ungbarnasund til Akureyrar, fórum alltaf einu sinni í viku og skemmtum okkur svo vel... :D Ótrúlega fyndnar 3 mað eitt barn í ungbarnasundi hehehehe
En já nóg um það.... :D

Ásgeir er núna í Gítarskólanum, 2 tíminn hjá honum í dag, fyrsti tíminn gekk mjög vel, hann lærði að spila meistari jakob og fékk nótur með sér heim, nú á ég bara eftir að kaupa handa honum gítar svo að hann geti æft sig heima... Best að ég kaupi hann núna og gefi honum Gítar í afmælisgjöf þar sem að hann á nú afmæli núna 18. okt... :D Sniðug :D

En já ætli þetta nægi ekki í dag, best að halda áfram að gera ekki neitt, þeir fara að koma heim og þá getur elskulegi eiginmaður minn eldað fyrir okkur og haldið áfram að stjana við mig :D heheh ekki slæmt sko.... :D

En þangað til næst, hafið það gott kissss kisss

Elísa Dagmar

mánudagur, 29. september 2008

Er ekki málið að byrja uppá nýtt ?????

Jæja ég er búin að ákveða að hætta að skrifa á hitt bloggið en það verður nú samt opið... Fullt af myndum þar og sonna,... en langar að breyta til og byrja uppá nýtt, þar sem að lífið hjá mér hefur breyst ansi mikið..... :D

Eigum við ekki að byrja bara á því að tala um breytingarnar hjá mér.... 23. ágúst sl. gékk mín inn kirkjugólfið og gékk að eiga hann Guðna Sesar minn :D :D :D





Ekkert smá falleg athöfn og er litla fjölskyldan mín orðin töluvert stærri :D Guðna fylgdu 2 stelpur Aníta Ólöf 8 ára og Rakel Ýr 3 ára.... :D Flott fjölskylda sem ég er mjög stollt af.... :D:D

Fengumm fullt af gjöfum sem komu sér vel og erum við búin að koma okkur vel fyrir, kaupa skáp í stofuna undir nýja stellið, nýtt sjónvarp, heimabíó og grill :D Máluðum svo einn vegginn í stofunni sökkulgráann sem kemur ekkert smá vel út.. þannig að þetta er að verða ekkert smá fínt hérna hjá okkur..... :D

Þegar brúðkaupið var afstaðið bættist svo enn einn fjölskyldumeðlimurinn við hún heitir Aþena og er Pug hundur



Ekkert smá falleg... Og er hún að verða 4 mánaða núna 4 okt.. Gengur vel með hana, ennþá að læra að það á að pissa og kúka úti, en það kemur... Förum svo með hana á fyrsta hundanámskeiðið núna 5 okt og þá fær hún að læra svona meira og við lærum líka betur hvernig á að kenna henni og siða.... bara gaman :D :D


Ásgeir Örn byrjaði í skóla í sept, og gengur það bara mjög vel og líkar honum mjög vel.. nema þegar á að læra þá er maður ekki mjög spenntur, mamma ég nenni ekki að læra, það er svo leiðinlegt pifffff letihaugur jeheheheheh :D Ég sagði bara við hann að þá yrði hann bara að hætta í skólanum ef að maður nennir ekki að læra þá getur maður ekki verið í skóla, þá dreif minn sig bara og klára þetta alger remba hehe :D

Svo er ég heima núna þessa dagana og verð það næstu 2 vikurnar, þar sem að ég var í keiluskurði í morgun, og má því ekki vinna um sinn og á að hvíla mig vel... Gékk aðgerðin vel og var ég komin heim rúmlega 2 í dag og svaf mest allann dag, þegar líða fór á daginn fór mig að verkja svolítið og ligg ég bara uppí sófa og reyni að hreifa mig sem minnst um sinn.... En það er allavegana gott að þetta er búið.... :) Nóg að gera hjá Guðna mínum að stjana við eiginkonuna heheheh :D

Svo er ég bara ennþá að keyra trailer og finnst það bara mjög fínt, er að verða búin að vinna hjá Jarðkraft í eitt ár... :)

En já svona er nú lífið hjá kellu núna og er hún bara mjög hamingjusöm og gengur bara mjög vel :D

Læt þetta nægja í bili og kem með meira síðar, enda nógur tími framundan..... :D kisss kissss

Elísa Dagmar