mánudagur, 15. desember 2008

Jólin koma....

Jæja hvað er að frétta ....

Hjá mér er bara fínt að frétta.... Maður er bara í óða önn að reyna að klára allt fyrir jólinl, og förum við svo norður á laugardaginn..... :D :D :D

Helgin var fín,, fórum á jólahlaðborð með Atctic á föstudaginn og var það haldið útí Viðey, rosalega gaman að koma þangað, hef aldrei komið þangað fyrr... Maturinn var samt ekkert sérlega góður, en skemmtum við okkur bara vel þrátt fyrir það og vont veður... Þegar við komum svo í land, náði Raggi í okkur og við kíktum í afmæli til Lilju.. Þaðan fórum við svo ég, Guðni, Sonja og Lára að hitta Ásdísi, Valdimar, Hreidda, Þórhall og fl á Celtic Crosss var bara rosa fjör hjá okkur þar og fórum við svo þaðan á Amsterdam og fengum far heim þaðan... Var bara gaman :D :D

Laugardagurinn var fínn, stelpurnar komu, því mamma þeirra var að fara eitthvað að skemmta sér og fengu því að koma auka dag, sem var mjög fínt því við sjáum þær svo ekki fyrr en um áramótin, að öllum líkindum.... Ásgeir Örn fór svo með ömmu Kiddý á jólaball á sunnudaginn og skemmti sér alveg konunglega... :D Bakaði vöfflur og setti upp slátur... :D Bara duglega ha :D :D Stelpurnar fóru svo með rútunni kl. 6 og við aftur orðin 3 í koti... :D

Svo er maður bara 2 í viku hjá sjúkraþjálfara og er svona allur að koma til, ef ég passa mig hvernig ég beiti mér þá er ég fín, nema eftir sjúkraþjálfarann þá er ég ekkert fín... hahah Hann pínir mig svo mikið að það er ekki fyndið, en það virkar.. :D :D

En já ég ákvað að henda aðeins inn svona þar sem að ég nennti því... :D :D

En nenni ekki að bloga meira í bili, enda Ásgeir orðinn svangur og best að fara að gefa honum eitthvað að eta :D :D

En þangað til næst, hafið það gott....

Elísa Dagmar

miðvikudagur, 10. desember 2008

Svona er ég þá !!!!!!




CAPRICORN - The Passionate Lover


Love to bust.
Nice.
Sassy.
Intelligent.
Sexy.
Grouchy at times and annoying to some.
Lazy and love to take it easy.
But when they find a job or something they like to do they put their all into it.
Proud,
Understanding and sweet.
Irresistible.
Loves being in long relationships.
Great talker.
Always gets what he or she wants.
Cool.
Loves to win against other signs especially Gemini's in sports.
Likes to cook but would rather go out to eat at good restaurants.
Extremely fun.
Loves to joke.
Smart.

Langaði bara aðeins að henda hér inn... :D

Hef ekkert meira að segja í bili.

Þangað til næst, hafið það gott..

Elísa Dagmar

mánudagur, 8. desember 2008

Jólin alveg að koma :D

Já fólk, þá líður senn að jólum... Ohh það verður svo gott að komast í sveitina mín góðu :D Get varla beðið... Ætum við að leggja í hann morguninn 20 des.. og vera þar ég veit ekki hvað lengi, erum ekki alveg búin að ákveða hvort það verður jól og áramót eða bara jól.. Kemur bara í ljós þegar þar að kemur....

Annars er ekki mikið að gerast hjá manni þannig... Fór ég að föndra með stelpunum úr sveitinni á föstudagskvölið, heima hjá Betu, og gerðum við Alma krakkakonfekt, mjög gott að fá sér svona einn mola á mánaðarfresti, þetta er svo hrikalega sætt úffff en gaman var samt að gera það:D Gestrisnin hjá Betur að sjálfsögðu först classsss, fengum hvítvín, rauðvín, gos og bjór, geggjaðar tortíur sem hún bjó til og svo grænmeti og ávexti með ídífu... bara gott :D :D og ég skemmti mér bara alveg konunglega... :D Stelpurnar voru svo hjá okkur um helgina, fórum til Keflavíkur á laugardaginn, til að vera viðstödd þegar kveikt var á jólatrénu, því að Ásgeir Örn var hjá Langömmu sinni um daginn og fóru þau og heimsóttu skessuna, og fóru í ratleik og fl.. var hann svo vinningshafi í ratleiknum og var honum því veitt verðlaun þegar kveikt var á jólatrénu... Fékk hann könnu, viðurkenningarskjal og bók um skessuna.. Var hann ekkert smá glaðar, fór uppá svið og alles :D ógeðslegt veður var svo að við nenntum ekki að vera allann tímann og fórum því bara þegar verðlaunaafhendingin var búin og borðuðum hjá Ömmu..... :D

Svo fór ég með Ásgeir og Anítu á Madagascar 2 á sunnudaginn, bara skemmtileg mynd þar,, verð samt held ég að sjá hana líka á ensku, held að hún sé töluvert fyndnari þannig :D

Svo erum við að fara í kistulagningu í dag og jarðarför á morgun, þar sem að amma hans Guðna lést laugardaginn 29. nóv, blessuð sé minning hennar...

Ásgeir Örn er að fara í keilu í dag með skólanum, ekkert smá spenntur.. Sniðugt finnst mér að fara svona með krakkana.... Þetta finnst þeim skemmtilegt :D

Svo er maður bara í jólaundirbúning, ætla að baka nokkrar sortir í vikunni, skrifa jólakort og vonandi setja upp jólatréð :D :D
Svo er maður að fara á jólahlaðborð hjá vinnunni hans Guðna á föstudaginn og verður það útí Viðey, hlakka mikið til þar sem að ég hef aldrei komið útí viðey... Verður örugglega rosalega gaman :D Stelpurnar koma svo auka dag á laugardaginn næsta, mamma þeirra er að fara út að skemmta sér.. það verður bara gaman :D :D

En já já ég held að ég sé bara búin að blogga ágætlega núna og ætla að fara að horfa á Nágranna :D :D

Heyrumst síðar og hafið það gott þangað til :D

Elísa Dagmar