fimmtudagur, 19. febrúar 2009

Lítið bumbukríli :=)

Jei það er barn á leiðinni :=)


Jamm þá hafiði það, ég er gengin tæpar 14 vikur og vorum við í sónar í morgun og allt gékk vel :=) Förum svo aftur í hjartasónar um miðjann mars og svo er það bara 20 viku sónarinn í byrjun apríl... Voða spennandi :=)

Langaði bara að deila þessu með ykkur...

Nenni ekki að skrifa meira í bili...

Þangað til næst, hafið það gott...

Elísa Dagmar og bumbubúinn :=)

þriðjudagur, 17. febrúar 2009

JÓ PEOPLE !!!!!

Hvað er að frétta????
Hér er bara gott að frétta!!!!
Alltaf allt gott að frétta héðan, það þýðir ekkert annað.. Ekki fer eitthvað vont að vera að frétta er það???????? hahahahah

En já dagarnir hér í Febrúar hafa bara verið góðir... Mikið búið að vera að gerast þannig og já já .... Fyrir kannski utan það að ég fékk ekki laun sl. mánaðarmót og hann er eitthvað tregur til að borga, en þar sem ég slasaði mig í vinnu og átti 3 mánaða rétt á veikindafríi og er ennþá óvinnufær þá fór ég bara með þetta í Eflingu (maður er jú að borga fyrir að gert sé svona fyrir mann þar) og þeir erum að vinna í þessu fyrir mig... :=) Svo að þetta bjargast allt saman... :=)

Svo átti hún elskulega amma mín hún Elísa Dagmar 75 ára afmæli núna 11 febrúar, og ætluðum við og Drífa og Ragnar að fara og heimsækja hana, en nei nei hún vildi það nú ekki, heldur bauð hún sér bara í mat til mín í staðinn :=) Ótrúlega sniðug kellingin ha :=) En já hún kom semsagt hér á miðvikudaginn í sl. viku og ég eldaði handa henni snöggsleikta gæs, kartöflur í ofni og ostasósu mmmmmmmm Geðveikt gott.... Drífa og Ragnar komu líka og borðuðu með okkur... og var þetta bara yndisleg kvöldstund... :=)

Svo var þetta rólyndis helgi, Rakel kom ekki því hún var svo lasin svo að Aníta kom bara ein með rútunni á föstudaginnn... Mamma og Gunnar komu líka suður, þar sem að átti að halda aðeins uppá afmælið hennar ömmu, þá fóru þau systkynin og makar með hana í Hverargerði og gistu á Hótel Örk og skemmtu sér vel.... EN já þau komu hér og gistu hjá okkur föstudagsnóttina, kíktum aðeins í kolaportið á laugardaginn og svo brunuðu þau austur.... Drifu sig svo bara beint heim á sunnudaginn án þess að stoppa við, enda stutt þangað til maður sér þau, þar sem að ég ætla að skella mér norður núna 1.mars.. Bara ég og Ásgeir og Ásgeir er svo heppinn að hann fær að fara í skólann með gömlu leikskólafélögum sínum í heila viku :=) En já það verður bara gaman... Aníta fór svo með rútunni aftur á sunnudagskvöldið og við höfðum það svo bar rólegt.... :=)

Í gær var svo mánudagur og ég fór og hitti stelpurnar úr sveitinni heima hjá Heiðu í gærkvöldi... Spjölluðum við mikið og skemmtum okkur konunglega eins og okkur einum er lagið.... :=) Takk fyrir gott boð Heiða mín... :=)

Svo er það bara dagurinn í dag, er föst heima með hann Ásgeir minn sem er lasinn, og ætla ég að halda honum heima líka á morgun.. Svo það er extra rólegheit hjá mér...... :S Já já það er stundum svona, maður verður bara að sætta sig við það.... :=)

En já já þar hafið þið það.... Var í einhverjum gír að skrifa núna svo ég ákvað að henda smá inn hér í dag.... Það kemur pottþétt meira í vikunni enda margt að gerast..... en það kemur síðar...

Þangað til næst, hafið það gott

Elísa Dagmar

mánudagur, 2. febrúar 2009

Hvað er að frétta fólk.......

Hjá mér er bara allt ágætt að frétta.... :=)

Helgina var bara fín, byrjaði á því að útrétta alveg helling á föstudaginn og svo komu stelpurnar með rútunni rúmlega 5 og við náðum í Guðna og fórum heim í rólegheit.... :=)

Laugardagurinn var meira um að vera, fórum og skoðuðum aðeins útsölurnar sem mér finnst bara ekkert vera miklar útsölur, fór á lagermarkaðinn hjá Zo-on og ætlaði að athuga með úlpu á Ásgeir Örn en hún kostaði á útsölu 9000 og mér finnst það bara ógeðslega mikið á útsölu, verð bara að segja það... Þaðan fórum við í intersport því Guðna vantaði æfingaskó, og hvað haldiði að svoleiðis skór kosti í dag??? 24000 kr... Er ekki allt í lagi eða... ég átti bara ekki orð... Funndum ágætis skó, á 8500 og komum okkur út..... Alveg ótrúlega verðið á öllu í dag,.. Held ég fari bara ekkert meira í búðir á næstunni, ég er ennþá að jafna mig á þessu öllu saman.....
En já þegar það var búið fórum við í 5 ára afmæli hjá honum Sölva, syni hans Magga vinar minns og skemmtum við okkur bara vel.... Svo var bara búið að ákveða videokvöld og rólegheit sem var bara ljúft... :=)
Stelpurnar fóru svo með rútunni í gær og við orðin aftur 3 í koti :=)

Svo er maður bara endalaust að líta í kringum sig og reyna að fá eitthvað að gera, sem er ekki roslega mikið framboð af vinnu núna, en vonum að það komi allt með góðaloftinu og hækkandi sól :=) hahahaha

Svo var ég svona að velta því fyrir mér að hafa smá könnun núna.... bara svona fyrir mig....
og langar mig að byðja alla þá sem skoða bloggið mitt og geta kvittað, um að kvitta núna fyrir komuna eða segja eitthvað annað ef þeir vilja, því ég hef það svona á tilfinningunni að ég sé bara að blogga fyrir Ölmu og Hildu... Er það rétt hjá mér eða????? Ef svo er þá er ég bara ekkert viss um að ég nenni að standa í þessu sko........ En endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér og kvittið..... :=)

En já ég hef svosem ekkert meira að segja í bili, langaði aðalega að koma með þessa könnun og setti svona smá pistil þar á undan.... :=)

En þangað til næst, hafið það gott :=)

Elísa Dagmar