fimmtudagur, 29. janúar 2009

Jæja já....

Þá kemur hérna eitthvað smá.... Ég á bara svo eitthvað erfitt með að blogga þessa dagana þar sem að það gerist ekki neitt hjá mér... Er ekki að vinna og er því mest megnis heima hjá mér....

En það má reyna að koma með eitthvað......

Vikurnar hér á þessum bæ, líða ekkert sérlega hratt þessa dagana, þar sem að ég hef svo lítið fyrir stafni að það er ekkert sem flýtir fyrir... Geri eigilega ekki neitt, nema að ég er farin að fara út að labba aðeins á hverjum degi, og er það bara hressandi :=) Ásgeir Örn kemur alltaf heim kl. hálf 2 og þá leiðist mér ekki eins mikið, en það er svosem ekki margt sem ég ræði við hann... hahahhahaaha :=) En já já þetta er samt ekkert að drepa mig sko, en ég væri alveg til í að fá eitthvað að gera, allavegana svona hálfann daginn, veit einhver um einhverja vinnu sem maður getur fengið svona undir borðið... hahahahaha það verður nefnilega að vera þannig sko... :=)

En já já hún Thelma mín átti afmæli í gær, gamla konan, og vil ég óska henni ynnilega til hamingju með daginn, svo áttu líka Ólöf og Sólveig afmæli og þær fá að sjálfsögðu hamingju óskir líka.... ótrúlega margir sem átti afmæli í gær.... haha...

En já fór með Ásgeiri á foreldraviðtal á þriðjudaginn og gékk það bara mjög vel, hann er bara þessi príðindis nemandi, nema að lesturinn er ekki alveg að ganga eins hratt og hjá flestum en hann verður bara eins og mamma sín, tekur sinn tíma í að læra þetta.... og það er bara hið besta mál..... :=)

Svo er maður bara farinn að fá sveitarþrá , þar sem að maður fór ekki á þorrablót, held að þetta hafi verið í annað skiptið sem ég fór ekki á blót, fyrra skiptið var því frestað um helgi og var ég þá erlendis... en það var ekki mér að kenna að þeir frestuðu því um helgi, annars hefði ég komist sko..... Svo núna, og fjárhagur var bara eigilega ekki að leyfa það í ár... en það kemur annað ár eftir þetta :=)

ég veit svo sem ekki hverju ég á að ljúga að ykkur meir, en er þetta ekki bara ágætt ?? :=) Betra en ekki neitt, það er nokkuð víst....

En já þið verðið bara að láta þetta nægja í bili og ég reyni að hafa eitthvað meira að segja næst:=)

En þangað til, hafið það gott:=)

Elísa Dagmar

fimmtudagur, 8. janúar 2009

Jólin búin og komið nýtt ár :=)

Jæja fólk, ég er ansi búin að vera löt uppá síðkastið og ekki nennt að blogga... En ætla nú að reyna að bæta fyrir það aðeins hér núna..

EN já Jólin voru alveg frábær, eyddum þeim í Mývatnssveitinni fögru hjá mömmu, og var alveg æðislegt að vera þar... Guðni greyjið fór reyndar í bakinu daginn sem við komum í sveitina og gerði því ekki neitt þar sem eftir var af jólafríinu... Ekki alveg sáttur við það en lítið hægt að gera í því sem komið var... Borðuðum auðvitað rjúpur á aðfangadag og get ég sko alveg sagt það að ekki var borðað lítið, ég meira að segja borðaði 2 rjúpur sem ég hef aldrei gert áður, hahahah ein svöng :=)
Svo var bara slappað af, spilað, baðað sig í lóninu og gert það sem þarf að gera í sveitinni þar sem eftir var af því fríi.... Fórum við svo suður aftur 28 des, þar sem að við vorum með öll börnin á gamlás, þá var ágætt að fara heim og slappa aðeins af áður en skarinn mætti á svæðið.... :=)

Gamlás var svo bara alveg frábær... Borðuðum hér stórfjölskyldan og Anna systir og Pabbi kom svo rétt fyrir skaupið... Var mikið dansað, hlegið, spilað og skotið upp það kvöld og skemmtu allir sér rosalega vel bara... :=) Börnin fóru ekki að sofa fyrr en rúmlega 2 nema sú stutta hún fór bara um leið og búið var að sjóta upp, enda gat hún ekki meir vegna þreitu hahahah :=)

Svo tók bar nýja árið við og er bara búið að vera hið ágætasta hingað til, ég er ennþá ekki að vinna neitt, en er samt á launum svo það er okei, nema þá að ég er alveg að verða kreisí á að hanga svona heima og gera ekki neitt... En ég er þá bara heimavinnandi húsmóðir í staðinn, Ásgeir Örn hætti í frístundarheimilinu og kemur bara heim þegar skólinn er búinn, enda ekki þörf að vera að borga morð fjár fyrir að mæta þarna í frístund þegar ég er bara heima.... Hann er bara sáttur við það og gerum við okkur bara glaðann dag hér heima í staðinn.... :=)

Sl. þriðjudag var svo þrettándinn og Ég og Thelma fórum með krakkana á brennu í Mosó, hittum þar Ölmu og Gumma og skemmtum okkur bara vel, enda ekki annað hægt, geggjuð flugeldasýning ussss eigum við að ræða það eitthvað eða????? hahahaha en já það var bara gaman og börnin höfðu gott og gaman af..... :=)

Svo er það bara hverstaksleikinn sem tekinn hefur við og ég er í því að mana mig í að taka jólaskrautið niður, ég bar nenni því ekki og hreinlega tími því bara ekki... En ég ætla samt að taka það niður um helgina en ég ætla að láta allar seríur í gluggum eiga sig um stund, mér finnst alltilæ að lísa aðeins upp skammdegið.... :=)

En já annars er ég bara búin að liggja í flensu og ætlar hún ekkert að fara að láta sig hverfa, en þetta er allt að koma svona með góða veðrinu þannig að ég fer öll að koma til og get þá farið að finna mér eitthvað að gera svona í skammdeginu, ekki nennir maður að fara að fá skammtíma þunglyndi eins og ég kalla það, bara svona af því að maður hnagir heima hjá sér, og sér hvorki fólk né umheiminn... nei nei ég segi bara svona bara held ég til að segja eitthvað ahahahaha :=)

En já já ég er held ég bara farin að bulla eitthvað hérna bara til þess að það komi fleyri orð á bloggið, ég held að það sé ekkert sniðugt og best sé fyrir mig í þessari stöðu að hætta þessu bara, er það ekki... Ekki nennið þið að lesa bara eitthvað bull í mér, bara af því að ég er að reyna að hafa bloggið lengra en það er, er það ???? hahahaha sko ég er alveg búin að fá að bulla aðeins í ykkur og held ég láti það bara nægja... hahahahahahaha

En já þangað til næst, hafið það sem allra best og reynið að leggjast ekki í neitt skammtíma þunglyndi, það er ekki holt fyrir neinn mann..... kiss og knús

Elísa Dagmar (bullari)