fimmtudagur, 30. október 2008

Bjartsýni í kreppunni :D

Já já ég verð að fara að bæta mig í þessu bloggi held ég ... Alma frænka er bara farin að kvarta á sínu bloggi yfir því hvað ég og Marta erum lélegir bloggarar... heheheh
Ég er að reyna :D :D

Ekki mikið að frétta sosem... Mikill niðurskurður er í atvinnulífinu þessa dagana og þakkar maður bara fyrir að vera í vinnu... Skorið var um helming niður í vinnunni hjá Guðna í dag, en SEM BETUR FER heldur Guðni vinnunni enn sem komið er... Vonandi verður það bara þannig... Vinnan hjá mér er ennþá, en guð veit hvort það helst eða ekki, þvílíkt sem er verið að skera niður eða bara fyrirtæki hætta eða fara á hausinn í þessu bransa sem ég vinn við.... Það yrði ekki gott ef maður myndi nú missa vinnuna núna, ekki mikið um störf í boði þar sem mikið atvinnuleysi er að bresta á og er..... En maður heldur bara í vonina og er bjartsýnn, það þýðir eigilega ekki annað....
Þetta er bara rosalegt ástand í þjóðfélaginu í dag, og virðist engann endi taka á hremmingunum, þeir lofa og lofa og ekkert breytist... Lækka stýrivexti til að reyna að bæta, en nei nei hvað gera þeir, hækka þá bara aftur og skilja ekkert í því að þjóðfélagið sé hreinlega að fara á taugum..... Alveg ótrúlegt lið... Held að það ætti bara að fá Einstæða móður, atvinnurekanda, Öryrkja, Ellilífeyrisþega og nema til að rétta þetta af... Þau vita allavegana hvernig það er að vera á barmi kjaldþrots..... En já já við erum ekkert hér til að kryfja þetta er það???? Við verðum bara að vera bjartsýn á að þetta lagist með tímanum er það ekki bara .... :D :D

Helgin er að nálgast og ég skráði mig á Taxa á mánudaginn, en ekki hefur neinn hringt ennþá, örugglega margir að slást um bílana núna þegar peningarnir eru af skornum skammti.... En það er föstudagurinn eftir,, ef ég fæ ekki bíl þá ætla ég bara að vera rólega annaðkvöld, vinna aðeins með James á Laugardaginn og fara svo í trúlofunarpartý hjá hanni Thelmu minni og hennar heitelskað Vésteini.. :)

Aþena meiddi sig á fæti í dag og gengur nú bara um á 3, sefur bara og er held ég alveg sár kvalin þessi elska... Ég ætla að sjá hvernig hún verður eftir nóttina og fara með hana til dýralæknis á morgun ef hún verður eins.... Ekki gott að láta hana kveljast og ganga bara um á 3.... Annars er hún bara ennþá svolítið vitlaus, hlíðir ekki miklu, en meiru samt... Pissar og kúkar minna inni en það kemur samt ennþá fyrir... Enda bara 5 mánaða... Þetta kemur allt... :D :D Fer með mér í vinnuna á hverjum degi og sefur eins og prinsessa í farþega sætinu allann daginn.... Bara ljúft líf hjá henni....

Ásgeir Örn, var með gubbupest á þriðjudaginn en náði sér fljótt af henni og fór bara í skólann aftur á miðvikudaginn... Honum gengur bara vel í skólanum, fórum á fyrsta foreldraviðtalið á mánudaginn, og verð ég bara að segja það að ég gékk þaðan út mjög stollt móðir sko... Algert draumabarn í skólanum og gengur alveg rosalega vel... :D :D

Já já ég hafði allt þetta að segja bara ... :D Best að ég hætti þessu, kíki aðeins á Bond í sjónvarpinu og fari bara að sofa, Guðni fór í Fimmtudags poolið sitt með Ragga svo að ég verð víst bara að sofna ein í kvöld... pifffff

Jæja hætta núna, annars byrja ég að bulla eins og ég á til svona í endann á blogginu, nenni ekki að bulla mikið núna, þangað til næst hafið það gott....

Elísa Dagmar

sunnudagur, 26. október 2008

Hvað er málið með þessa leti???????

Halló gott fólk... ég veit að ég er ekki dugleg að blogga, það er einfaldlega vegna þess að tölvan mín er að gefa upp öndina, þannig að ég hef ekki nennt að hamast við það að blogga... En nú kemur samt smá....

Alltaf sama að frétta hér samt, barnahelgi að enda núna og vorum við að koma heim frá því að fara með stelpurnar í rútuna... þannig að það er orðið rólegt hér á bæ....

Ásgeir Örn hélt uppá afmælið sitt 18. okt sl.. og var hér heljarinnar veisla, margir pakkar og mikið etið... :D :D Fékk gaurinn gítar frá Drífu frænku og var ekki lítið montinn þegar hann fór svo í gítartímann með nýja gítarinn.... :D

Heilsan mín, er orðin góð og er ég farin að geta gert allar dagsins venjur :D :D sem betur fer, orðin þreitt á því að vera með hálfa heilsu hehehehe :D :D

Gegnur vel í vinunni, reyndar búið að vera smá basl, þar sem að ég er á mjög lélegum trailer og búið að snjóa mikið síðustu daga, þannig að ég er ekki búin að vinna mikið, vegna hálku og þessi bíll minn spólar bara á jafnsléttu... algert drasl.... En það fer nú að lagast vonanadi... Eða ég skipti bara um bíl, sem ég mun gera þegar veturinn er alveg genginn í garð... nenni nú ekki að gera mig að fífli á öllum ljósum , gatnarmótum og hringtorgum, nei takkkkkk heheheh :D

Svo er maður bara farin að hugsa mikið til Jólanna þar sem að það verður farið í sveitina góðu... Guðni alveg farinn að telja niður dagana, vantar eitthvað að komast í skítagallann held ég... :D heheh... Það verður SVO gott að komast í sveitina, ekki búin að koma heim síðan í júlí... Alls ekki gott....

Svo er bara að taka við önnur vinnuvika, og það verður fróðlegt hvernig hún mun ganga í frostinu :D :D EN já já það er svo sem ekki mikið meira sem ég hef að segja sko... Langaði bara aðeins að henda hér inn svo að þið haldið ekki að ég sé bara dauð... hehehehe

Kem með meira fljótlega... En þangað til Hafið það gott :D

Elísa Dagmar

sunnudagur, 12. október 2008

Jæja helgin að líða......

Jæja gott fólk... þá er helgin að líða og búið að vera nóg að gera hjá manni síðustu daga....

Mikið var um að vera um helgina, stelpurnar komu á föstudaginn og var því fjör hér um helgina... Héldum við uppá fyrra afmælið í gær fyrir Ásgeir Örn sem er að verða 6 ára núna 18.okt bauð hann vinum sínum og var því mikið fjör, ætlar hann svo að halda uppá afmæli fyrir fjölskylduna nk. laugardag, enda er þá afmælisdagurinn hans........ Svo vorum við með auka barn í nótt þannig að barnafjöldinn var góður hér á þessum bæ... Fékk hún Dís hennar Ásdísar vínkonu að gista hjá okkur, hún er 16 mánaða og ekkert smá róleg og góð.. Guðni varð alveg ástfangin af henni, enda rennur varla í henni blóðið :D :D en þetta var bara gaman og skemmtu börnin sér vel saman hér í gær og í dag.... :D Svo eru stelpurnar núna farnar heim til mömmu sinnar og er því orðin ró hér á bæ :D :D

Svo á morgun er fríið búið hjá minni og verður bara gott að komast aftur til vinnu, enda alveg að verða geðveik á því að hanga svona heima og gera ekki neitt, gera ekki neitt segi ég, ég get nú ekki sagt það að ég hafi ekki gert neitt hérna í síðustu viku, bakaði hérna 3 daga í röð, tók herbergið hans Ásgeirs í gegn og henti dóti sem hann notar aldrei og er ónýtt, tók kojuna hans í sundur og seldi hana þar sem að hún tók allt herbergið hans og er ég að leyta að nýju og minna rúmmi fyrir hann svo að hann hafi nú aðeins pláss fyrir sig þarna inni. Þannig að ég get ekki sagt að ég hafi bara legið með lappir uppí loft.. Gerði allavegana aðeins :D :D

Svo er maður að vona að þessi kreppa fari nú aðeins að lagast, öll lán að fara uppúr öllu valdi og endalaus svartsýni og áhyggjur í fólki sem gerir meira að draga mann niður en annað... En maður reynir nú samt að vera bara bjartsýnn og vonast eftir því að maður og aðrir komist nú sæmilega frá þessu... Enda er bara hamstrað mat, skemmt sér í hófi og labbað út í sjoppu.... Enda ekki annað hægt.... :D


En já já gaman að þessu....!!!!
Hef svo sem ekkert að segja langaði bara aðeins að henda hér inn, reyni að láta ekki líða of langt á milli núna... :D

En þangað til næst, hafið það gott og bless í bili.....

Elísa Dagmar

þriðjudagur, 7. október 2008

Allt eða ekkert!!!!!

Jæja þá er helgin og sonna yfirstaðin... Hún var bæði góð og mjög slæm hjá mér... :S

Við drifum okkur fjölskyldan út að labba á laugardaginn með Aþenu, fyrsti göngutúrinn hennar svona að ráði, en langur var hann nú ekki, ég gat nú ekki gengið langt né hratt... en gott varð það mmmmm...
Svo þegar leið á kvöldið, fór Guðni minn í pool með Ragga og Thelma, Vésteinn, Valdimar, Ásdís, Erna, Þórey og vínkona Ásdísar komu til mín og við tókum nýja Partý og Co spilið, ekkert smá gaman hjá okkur, skemmtilegt spil, verð að segja það... :D Guðni kom svo heim og við fórum að sofa....
Vaknaði daginn eftir svona hálf þunn en góð samt.. Fór svo að fá smá höfuðverk og ákvað að leggja mig aðeins, nei nei ég gat ekki sofnað heldur magnaðist bara höfuðverkurinn og varð svo geðveikur að ég hélt ég væri hreinlega að deyja, byrjaði mér þá að verða óglatt og varð líðan mín hræðile, gat ekki talað, mátti enginn tala við mig, því það gnísti bara í höfðinu á mér, Drífa kom heim og Guðni fór að kaupa stíla og fá svefntöflu, stílarnir virkuðu ekki mikið strax og ég ælið öllu sem ég lét inn fyrir varirnar, og líka svefntöflunni svo hún kom ekki að góðum notum... Jésussssss minn, ég var bara rugluð og með óráði.. Held að mér hafi aldrei liðið svona illa... Náði að sofa svo og vaknaði svona ágæt í gær morgun... úffff ég vona að mér eigi ALDREI eftir að líða svona illa aftur, þetta var hræðilegt.......
Valdimar vakti mig í gær með því að hringja og segjast koma til mín, plataði ég hann þá til að kaupa eitthvað handa mér að borða þar sem að ég hefði ekki borðað síðan á laugardaginn... orðin frekar máttvana og svöng... Kallinn kom með borgara :D :D Bara gottttt :D Sat hann svo hjá mér fram eftir degi og við gláptum á TV, bara notarlegt.... :D

Guðni kom svo heim úr vinnu rúmlega 6 og hélt áfram að stjana við konuna sína þessi elska :D :#:#

Svo er gítartími hjá Ásgeiri í kvöld og ætla ég að fara með honum, það er svo gaman að heyra þegar hann er að læra... hann er svo mikill spekingur hehehe :D

En já já nóg um það.... Þetta er orðið fínt í dag og þangað til næst hafið það gott :# :#

Elísa Dagmar

fimmtudagur, 2. október 2008

Legusár og geðveiki......

Jæja þá er ég búin að vera heima í 4 daga og er að verða geðveik... tala nú ekki um legusárið sem er að myndast eftir að liggja í sófanum, með hundinn einann til að tala við "geggjað".....
Skrapp samt aðeins út í dag og fór í dýrabúðina til að kaupa hundamat, skrapp í smá kaffi til Thelmu sem var að vinna á Hreifli og náði svo í Guðna í vinnuna og við fórum í búðina.. Verð að segja það að ég var orðin svolítið þreitt þegar ég kom heim og var farin að verkja svolítið... En djöfull var þetta gott að komast aðeins út fyrir... Ég er alveg að deyja að hanga svona inni og gera ekki neitt...... En þetta fer að verða búið sem betur fer.. Verður svo gott að komast aftur í vinnuna og hafa smá rútínu á þessu lífi, fer alveg með mann að hanga svona og gera ekki neitt....

Svo er bara spenningu í manni núna, Prison break er að byrja aftur í kvöld :D :D :D :D Búin að bíða spennt eftir því.. Enda hættu þættirnir síðast í miðri seríu ... Vívívívívivívívíví... :D :D






Guðni að fara í Fimmtudags poolið sitt með strákunum svo að ég og Drífa verðum bara tvær hérna að horfa á imbann..:D

En já eigum við ekki bara að láta þetta nægja í bili ;)
Þangað til næst take care :D

Elísa Dagmar