föstudagur, 7. ágúst 2009

Tæpar 38 vikur og er sumarið alveg að líða undir lok???

Jæja nú fer sumarið að líða, eða það finnst mér.. Mér finnst alltaf eins og sumarið sé búið þegar Verslunarmannahelgin er búin... Enda ekkert skemmtilegt verður þessa dagana, en vona að það sé nú ekki alveg búið og þessi rigning fari að hætta....

Sl. vika er búin að vera annarsöm, stelpurnar búnar að vera í viku og Ásgeir Örn kominn heim, svo að ég verð bara að segja að batteríin eru búin.... Ekki eins og orkan sé mikil þessa dagana svo það er ekkert að marka það að batteríin endist ekki lengi hahah.... Ásgeir Örn kom semsagt heim á föstudaginn fyrir viku og var ekkert smá gott að fá hann heim, enda búinn að vera í sveitinni síðan um miðjan Júní.... Svo voru stelpurnar hjá okkur í viku og var þetta í síðasta skiptið þetta sumarið sem þær koma í viku.. koma svo bara aðra hverja helgi hér eftir... Var svosem ekki mikið gert, enda get ég lítið gert þessa dagana....
Hélt nú hreinlega að ég væri að fara á stað sl. laugardag, vaknaði um 2 leytið og var gersamlega að farast.. var svoleiðis alveg í 3 tíma og hugsaði bara um það í hvern ég ætti að hringja og fá hingað fyrir börnin ef ég væri að fara af stað, en nei nei ég hef svo bara sofnað hahah, var samt mjög slöpp og skrítin allann sunnudaginn en svo hefur það ekkert komið aftur... En þreitt er ég orðin og fyrirvaraverkirnir orðnir daglegir svo það er bara að bíða þess að þetta fari á fullt... :=)

Mamma er á leiðinni í bæinn í sumarfrí og ætla að vera hér í viku, Gunnar varð nú bara eftir til að reyna að heyja eitthvað þar sem að ringt hefur mikið í sveitinni að undanförnu og ætlar hann bara að koma með flugi á mánudaginn... Verður bara gaman að sjá þau... Prinsessan kemur kannski bara á meðan amma og afi hennar eru í bænum ( það má alltaf vona ) hahah :=) Svo er Pabbi að fara í bústað við laugarvatn í dag og verður í viku og vill endilega fá okkur og þá aðalega Ásgeir Örn, svo við ætlum að bruna þangað á sunnudag eða mánudag og leyfa þá bara Ásgeiri að vera eftir út vikuna..... :=)

Guðni minn er í sumarfríi þessa viku og næstu og er ekkert smá gott að hafa hann heima svona einu sinni.... enda þörf þar sem öll börnin eru og hann var að vinna síðast þegar stelpurnar komu í viku... Hann var líka orðinn frekar pirraður og þurfti að fara að komast í sumarfrí.... :=)

En já já ég hef svosem ekkert merkilegt að segja annað en þetta.... langaði bara aðeins að hend hér inn, ómögulegt að vera með bloggsvæði og nenna svo ekki neitt að blogga hahahaha, ekki eins og ég hefi svo mikið að gera, bara kem mér ekki í það að blogga nema endrum og sinnum, ég geri það þó hahahaha :D

En já já nóg um það, þangað til næst, hafið það gott og njótið það sem eftir er af þessu sumri :=)

Elísa Dagmar

3 ummæli:

hilda sagði...

já Elísa mín...nú fer alveg að koma að prinsessustund;) það verður spennó að fylgjast með;) ég hlakka allavegna til að sjá stúlkuna þegar hún kemur í heiminn...knús á þig sæta mín;)

Unknown sagði...

Gangi þér vel á lokasprettinum Elísa mín;)
Hlakka til að sjá myndir af prinsessunni;)

Elísa Dagmar sagði...

Takk elskurnar mínar.... já það er heldur betur farið að hlakka til hér á heimilinu, enda orðið gott af óléttu og kominn tími á barn.... hahah knús og koss á ykkur báðar... :=)