þriðjudagur, 29. september 2009

Þórdís Lilja.... :=)

Jæja þá er Bjútíbollan komin með nafn :) Þórdís Lilja :=) Og er það í höfuðið á mömmu minni Þórdísi og Lilju Sóley, litla englinum mínum :=) Og held ég að hún sé bara ánægð með nafnið.... Amman var að sjálfsögðu voða montin með nafnið :=)

Skírðum við í Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 26. sept.. og vorum svo með smá veislu uppí Arctic Trucks.. Frábær dagur í alla staði :=)

Um kvöldið eftir veisluna kíkti ég út í fyrsta skiptið eftir að Þórdís Lilja fæddist... Var ættar hittingur í kópavogi og fórum við mæðgur, ég mamma og Drífa... Var ekki mikið um manninn þar og stoppuðum við stutt, var komin heim um miðnætti.. En voða gott að komast aðeins út :=)

Verð eigilega að segja það að ég nenni ekki að blogga núna, og ekkert mikið meira en þetta búið að gerast hjá okkur...

Verð duglegri næst..

En þangað til, hafið það gott

Elísa Dagmar

4 ummæli:

Alma sagði...

Til hamingju með fallegu nöfnin hennar bæði! Hlakka til að sjá ykkur fljótlega. Þórdís Lilja á pakka hérna og skórnir hans Ásgeir Arnar eru hérna líka
knússs XXX

Unknown sagði...

Innilega til hamingju með falleg nöfn á fallega skvísu.
Hafðu það gott og fariði vel með ykkur.
Kossar og knús á ykkur;) kveðja Ólöf

ThP sagði...

Mikið eru þetta fín nöfn á þessa fínu dís, ég efast sko ekki um að amman sé glöð með nöfnuna :)
Hlakka til að sjá ykkur einhverntímann fljótlega vonandi :)

Elísa Dagmar sagði...

Takk elskurnar.... :=) Já Amman er voða montin :=) Já Alma mín verðum að fara að hittast, verð að fara að knúsa flotta frænda minn :=)