mánudagur, 8. desember 2008

Jólin alveg að koma :D

Já fólk, þá líður senn að jólum... Ohh það verður svo gott að komast í sveitina mín góðu :D Get varla beðið... Ætum við að leggja í hann morguninn 20 des.. og vera þar ég veit ekki hvað lengi, erum ekki alveg búin að ákveða hvort það verður jól og áramót eða bara jól.. Kemur bara í ljós þegar þar að kemur....

Annars er ekki mikið að gerast hjá manni þannig... Fór ég að föndra með stelpunum úr sveitinni á föstudagskvölið, heima hjá Betu, og gerðum við Alma krakkakonfekt, mjög gott að fá sér svona einn mola á mánaðarfresti, þetta er svo hrikalega sætt úffff en gaman var samt að gera það:D Gestrisnin hjá Betur að sjálfsögðu först classsss, fengum hvítvín, rauðvín, gos og bjór, geggjaðar tortíur sem hún bjó til og svo grænmeti og ávexti með ídífu... bara gott :D :D og ég skemmti mér bara alveg konunglega... :D Stelpurnar voru svo hjá okkur um helgina, fórum til Keflavíkur á laugardaginn, til að vera viðstödd þegar kveikt var á jólatrénu, því að Ásgeir Örn var hjá Langömmu sinni um daginn og fóru þau og heimsóttu skessuna, og fóru í ratleik og fl.. var hann svo vinningshafi í ratleiknum og var honum því veitt verðlaun þegar kveikt var á jólatrénu... Fékk hann könnu, viðurkenningarskjal og bók um skessuna.. Var hann ekkert smá glaðar, fór uppá svið og alles :D ógeðslegt veður var svo að við nenntum ekki að vera allann tímann og fórum því bara þegar verðlaunaafhendingin var búin og borðuðum hjá Ömmu..... :D

Svo fór ég með Ásgeir og Anítu á Madagascar 2 á sunnudaginn, bara skemmtileg mynd þar,, verð samt held ég að sjá hana líka á ensku, held að hún sé töluvert fyndnari þannig :D

Svo erum við að fara í kistulagningu í dag og jarðarför á morgun, þar sem að amma hans Guðna lést laugardaginn 29. nóv, blessuð sé minning hennar...

Ásgeir Örn er að fara í keilu í dag með skólanum, ekkert smá spenntur.. Sniðugt finnst mér að fara svona með krakkana.... Þetta finnst þeim skemmtilegt :D

Svo er maður bara í jólaundirbúning, ætla að baka nokkrar sortir í vikunni, skrifa jólakort og vonandi setja upp jólatréð :D :D
Svo er maður að fara á jólahlaðborð hjá vinnunni hans Guðna á föstudaginn og verður það útí Viðey, hlakka mikið til þar sem að ég hef aldrei komið útí viðey... Verður örugglega rosalega gaman :D Stelpurnar koma svo auka dag á laugardaginn næsta, mamma þeirra er að fara út að skemmta sér.. það verður bara gaman :D :D

En já já ég held að ég sé bara búin að blogga ágætlega núna og ætla að fara að horfa á Nágranna :D :D

Heyrumst síðar og hafið það gott þangað til :D

Elísa Dagmar

2 ummæli:

Alma sagði...

Takk fyrir að blogga elska:) En já þetta konfekt jakk get ekki borðað heilan mola það er hrikalega sætt...

Elísa Dagmar sagði...

ég veit það... Börnin mín vildu þetta ekki einusinni, nema einn mola hahahahaha