mánudagur, 15. desember 2008

Jólin koma....

Jæja hvað er að frétta ....

Hjá mér er bara fínt að frétta.... Maður er bara í óða önn að reyna að klára allt fyrir jólinl, og förum við svo norður á laugardaginn..... :D :D :D

Helgin var fín,, fórum á jólahlaðborð með Atctic á föstudaginn og var það haldið útí Viðey, rosalega gaman að koma þangað, hef aldrei komið þangað fyrr... Maturinn var samt ekkert sérlega góður, en skemmtum við okkur bara vel þrátt fyrir það og vont veður... Þegar við komum svo í land, náði Raggi í okkur og við kíktum í afmæli til Lilju.. Þaðan fórum við svo ég, Guðni, Sonja og Lára að hitta Ásdísi, Valdimar, Hreidda, Þórhall og fl á Celtic Crosss var bara rosa fjör hjá okkur þar og fórum við svo þaðan á Amsterdam og fengum far heim þaðan... Var bara gaman :D :D

Laugardagurinn var fínn, stelpurnar komu, því mamma þeirra var að fara eitthvað að skemmta sér og fengu því að koma auka dag, sem var mjög fínt því við sjáum þær svo ekki fyrr en um áramótin, að öllum líkindum.... Ásgeir Örn fór svo með ömmu Kiddý á jólaball á sunnudaginn og skemmti sér alveg konunglega... :D Bakaði vöfflur og setti upp slátur... :D Bara duglega ha :D :D Stelpurnar fóru svo með rútunni kl. 6 og við aftur orðin 3 í koti... :D

Svo er maður bara 2 í viku hjá sjúkraþjálfara og er svona allur að koma til, ef ég passa mig hvernig ég beiti mér þá er ég fín, nema eftir sjúkraþjálfarann þá er ég ekkert fín... hahah Hann pínir mig svo mikið að það er ekki fyndið, en það virkar.. :D :D

En já ég ákvað að henda aðeins inn svona þar sem að ég nennti því... :D :D

En nenni ekki að bloga meira í bili, enda Ásgeir orðinn svangur og best að fara að gefa honum eitthvað að eta :D :D

En þangað til næst, hafið það gott....

Elísa Dagmar

2 ummæli:

hilda sagði...

oh...öfund að þið komist svona fljótt í sveitina...mig langar svoooo norður....núna strax helst;) en við sjáumst nú vonandi eitthvað Elísa mín...hafið það gott!

Elísa Dagmar sagði...

Já það verður svo gott að komast í sveitasæluna... En já elskan við munum pottþétt gera það... :D knúss