fimmtudagur, 29. janúar 2009

Jæja já....

Þá kemur hérna eitthvað smá.... Ég á bara svo eitthvað erfitt með að blogga þessa dagana þar sem að það gerist ekki neitt hjá mér... Er ekki að vinna og er því mest megnis heima hjá mér....

En það má reyna að koma með eitthvað......

Vikurnar hér á þessum bæ, líða ekkert sérlega hratt þessa dagana, þar sem að ég hef svo lítið fyrir stafni að það er ekkert sem flýtir fyrir... Geri eigilega ekki neitt, nema að ég er farin að fara út að labba aðeins á hverjum degi, og er það bara hressandi :=) Ásgeir Örn kemur alltaf heim kl. hálf 2 og þá leiðist mér ekki eins mikið, en það er svosem ekki margt sem ég ræði við hann... hahahhahaaha :=) En já já þetta er samt ekkert að drepa mig sko, en ég væri alveg til í að fá eitthvað að gera, allavegana svona hálfann daginn, veit einhver um einhverja vinnu sem maður getur fengið svona undir borðið... hahahahaha það verður nefnilega að vera þannig sko... :=)

En já já hún Thelma mín átti afmæli í gær, gamla konan, og vil ég óska henni ynnilega til hamingju með daginn, svo áttu líka Ólöf og Sólveig afmæli og þær fá að sjálfsögðu hamingju óskir líka.... ótrúlega margir sem átti afmæli í gær.... haha...

En já fór með Ásgeiri á foreldraviðtal á þriðjudaginn og gékk það bara mjög vel, hann er bara þessi príðindis nemandi, nema að lesturinn er ekki alveg að ganga eins hratt og hjá flestum en hann verður bara eins og mamma sín, tekur sinn tíma í að læra þetta.... og það er bara hið besta mál..... :=)

Svo er maður bara farinn að fá sveitarþrá , þar sem að maður fór ekki á þorrablót, held að þetta hafi verið í annað skiptið sem ég fór ekki á blót, fyrra skiptið var því frestað um helgi og var ég þá erlendis... en það var ekki mér að kenna að þeir frestuðu því um helgi, annars hefði ég komist sko..... Svo núna, og fjárhagur var bara eigilega ekki að leyfa það í ár... en það kemur annað ár eftir þetta :=)

ég veit svo sem ekki hverju ég á að ljúga að ykkur meir, en er þetta ekki bara ágætt ?? :=) Betra en ekki neitt, það er nokkuð víst....

En já þið verðið bara að láta þetta nægja í bili og ég reyni að hafa eitthvað meira að segja næst:=)

En þangað til, hafið það gott:=)

Elísa Dagmar

3 ummæli:

Alma sagði...

Já ferlega boring að vera svona heima alltaf, vonandi finnuru eitthvað að gera fljótlega sætust. Gaman að fá þig í heimsókn í Hafnarfjörðinn endilega komdu oftar XXX

hilda sagði...

oh Elísa....svo sem orðið nóg að gera hjá mér núna...skólinn og allt...en það væri það nú alveg að ég mundi drífa mig upp eftir til þín í morgunkaffi og spjall...geri það fljótlega þegar bíllinn er komin í lag;) knús

Elísa Dagmar sagði...

Já alma mín, þetta var mjög fínt, kem aftur mjög fljótlega.... :=) Já Hilda mín, ekki væri það nú slæmt ha... endilega bara hvenar sem er :=)