fimmtudagur, 8. janúar 2009

Jólin búin og komið nýtt ár :=)

Jæja fólk, ég er ansi búin að vera löt uppá síðkastið og ekki nennt að blogga... En ætla nú að reyna að bæta fyrir það aðeins hér núna..

EN já Jólin voru alveg frábær, eyddum þeim í Mývatnssveitinni fögru hjá mömmu, og var alveg æðislegt að vera þar... Guðni greyjið fór reyndar í bakinu daginn sem við komum í sveitina og gerði því ekki neitt þar sem eftir var af jólafríinu... Ekki alveg sáttur við það en lítið hægt að gera í því sem komið var... Borðuðum auðvitað rjúpur á aðfangadag og get ég sko alveg sagt það að ekki var borðað lítið, ég meira að segja borðaði 2 rjúpur sem ég hef aldrei gert áður, hahahah ein svöng :=)
Svo var bara slappað af, spilað, baðað sig í lóninu og gert það sem þarf að gera í sveitinni þar sem eftir var af því fríi.... Fórum við svo suður aftur 28 des, þar sem að við vorum með öll börnin á gamlás, þá var ágætt að fara heim og slappa aðeins af áður en skarinn mætti á svæðið.... :=)

Gamlás var svo bara alveg frábær... Borðuðum hér stórfjölskyldan og Anna systir og Pabbi kom svo rétt fyrir skaupið... Var mikið dansað, hlegið, spilað og skotið upp það kvöld og skemmtu allir sér rosalega vel bara... :=) Börnin fóru ekki að sofa fyrr en rúmlega 2 nema sú stutta hún fór bara um leið og búið var að sjóta upp, enda gat hún ekki meir vegna þreitu hahahah :=)

Svo tók bar nýja árið við og er bara búið að vera hið ágætasta hingað til, ég er ennþá ekki að vinna neitt, en er samt á launum svo það er okei, nema þá að ég er alveg að verða kreisí á að hanga svona heima og gera ekki neitt... En ég er þá bara heimavinnandi húsmóðir í staðinn, Ásgeir Örn hætti í frístundarheimilinu og kemur bara heim þegar skólinn er búinn, enda ekki þörf að vera að borga morð fjár fyrir að mæta þarna í frístund þegar ég er bara heima.... Hann er bara sáttur við það og gerum við okkur bara glaðann dag hér heima í staðinn.... :=)

Sl. þriðjudag var svo þrettándinn og Ég og Thelma fórum með krakkana á brennu í Mosó, hittum þar Ölmu og Gumma og skemmtum okkur bara vel, enda ekki annað hægt, geggjuð flugeldasýning ussss eigum við að ræða það eitthvað eða????? hahahaha en já það var bara gaman og börnin höfðu gott og gaman af..... :=)

Svo er það bara hverstaksleikinn sem tekinn hefur við og ég er í því að mana mig í að taka jólaskrautið niður, ég bar nenni því ekki og hreinlega tími því bara ekki... En ég ætla samt að taka það niður um helgina en ég ætla að láta allar seríur í gluggum eiga sig um stund, mér finnst alltilæ að lísa aðeins upp skammdegið.... :=)

En já annars er ég bara búin að liggja í flensu og ætlar hún ekkert að fara að láta sig hverfa, en þetta er allt að koma svona með góða veðrinu þannig að ég fer öll að koma til og get þá farið að finna mér eitthvað að gera svona í skammdeginu, ekki nennir maður að fara að fá skammtíma þunglyndi eins og ég kalla það, bara svona af því að maður hnagir heima hjá sér, og sér hvorki fólk né umheiminn... nei nei ég segi bara svona bara held ég til að segja eitthvað ahahahaha :=)

En já já ég er held ég bara farin að bulla eitthvað hérna bara til þess að það komi fleyri orð á bloggið, ég held að það sé ekkert sniðugt og best sé fyrir mig í þessari stöðu að hætta þessu bara, er það ekki... Ekki nennið þið að lesa bara eitthvað bull í mér, bara af því að ég er að reyna að hafa bloggið lengra en það er, er það ???? hahahaha sko ég er alveg búin að fá að bulla aðeins í ykkur og held ég láti það bara nægja... hahahahahahaha

En já þangað til næst, hafið það sem allra best og reynið að leggjast ekki í neitt skammtíma þunglyndi, það er ekki holt fyrir neinn mann..... kiss og knús

Elísa Dagmar (bullari)

6 ummæli:

Alma sagði...

ha ha já þú varst aðeins búin að missa tökin þarna í likin Elísa mín en já ekkert skammtímaþunglyni í boði hér, nennum ekki að standa í því. Þú vonandi færð eitthvað að gera fljótlega ekki hollt fyrir neinn að hanga heima. Veit reyndar um einn í sömu stöðu hann Ásgeir þið ættuð kannski að finna ykkur eitthvað að gera saman fara í göngutúra, þið hefðuð nú gott af því hann til að laga löppina og þú fyrir bakið. Þið yrðuð nú fljott leið á hvort öðru held ég eins og í gamla daga. Gætum samt reynt að tínsat en ég mun ekki leita að ykkur. Jæja vertu glöð elskan mín vonandi kemur heilsan með hækkandi sól. lot of love XXX

Alma sagði...

ÆÆ var eitthvða ekki góð í stafsetningu í morgunsárið já eða lyklaborðið eitthvað óþekkt.....

Elísa Dagmar sagði...

hhahahaha já Alma við gætum kannski tínst og afhverju viltu ekki koma þá og leita að okkur ha???? Almennileg ha.... nei... hahahahahah en nei nei ég er ekkert orðin þunglynd sagði bara svona... bara svona til að lengja bloggið.. fannst þér það ekki sniðugt???? hahahaha kisss kissss

Alma sagði...

Elísa mín er svona mikið að gera hjá þér að þú hefur ekki tíma til að blogga???

Elísa Dagmar sagði...

Já ussss ef þú bara vissir hahahaha :=)

hilda sagði...

Elísa...BLOGG TAKK;)