mánudagur, 24. nóvember 2008

Þá kom að því....!!!!!!!

Jæja það kom að því... Konan er búin að missa vinnuna... Það er svo lítið að gera og engir peningar í þessum bransa í dag, að eigandinn neyddist til þess að selja undan mér bílinn.. Þannig að ég fékk að fjúka með, og eiga menn von á uppsagnarbréfi nk mánaðarmót í fyrirtækinu... Þetta að sjálfsögðu kemur sér alls ekki vel, eins og staðan í þjóðfélaginu er í dag.. Lítið um vinnu og mikið atvinnuleysi... En ég læt það nú ekki stoppa mig, ég mun núna nota aðeins tímann og sækja sjúkraþjálfara og ná mér í bakinu og sæki um vinnur.... Sem betur fer er hann Guðni minn ENNÞÁ með vinnu og vonum að það verði bara þannig, úffffffffff ef hann myndi nú missa sína líka... jesússsss... En förum nú ekki að hugsa um það núna því það er ekki að gerast eins og er.... En já þetta var að sjálfsögðu mikið áfall og er ég ekki alveg búin að átta mig á þessu ennþá held ég... Ég er mjög ósátt, ekki bara peningalega séð heldur líka það að mér líkaði mjög vel í þessari vinnu og hefur mér ekki liðið svona vel í vinnu bara aldrei held ég... Svo að þetta er mikill missir fyrir mig :( og á ég örugglega eftir að sakna hennar mikið... En nóg um það, verð bara þunglynd á því að tala of mikið um það.......

Dagurinn í dag var samt bara fínn fyrir utan bakið.. Hittumst við nokkur af vinunum úr sveitinni á veitingastað í borginni og borðuðum saman finann mat, tilefni þess var að Erini kærastan hans Garðars er að flytja aftur heim til Grikkland, og eigum við eftir að sakna hennar... Enda ekki annað hægt, frábær stelpa þar á ferð... Vonum bara að hún komi fljótta aftur... :D :D

Sit ég hérna núna inní stofu að skrifa þetta (auðvitað) og hlusta á hann Guðna minn sem er að læra fyrir próf, það er svo fyndið að hlusta á hann, því að ég fæ bara flassback frá því í fyrra þegar ég var að læra þetta... enda get ég aðeins hjálpað :D Gott þegar það er gagn af manni :D :D

Er ég svo byrjuð á jólahreingerningunni, gengur hún hægt þar sem að ég get ekki gert mikið í einu, fínnt það þar sem að ég get alveg dundað mér við þetta í ró og næði... Búin að setja upp 2 seríur, opna jólaskrautskassann og búin að spá og spekulera mikið hvernig ég vil hafa þetta hérna hjá okkur... :D :D

En já já er þetta ekki bara gott í bili, nenni ekki meira í kvöld, enda orðin þreitt og verkirnir farnir að vera miklir, þannig að ég ætla bara að fá mér nokkrar pillur og skella mér í bólið, held að það sé plan..

þangað til næst, hafið það gott XOXO

Elísa Dagmar

6 ummæli:

Alma sagði...

Já þetta er alveg glatað með vinnuna þína en það kemur eitthvað gott í staðin ég er viss um það... En takk fyrir kvöldið í gær voða notalegt og við farnar heim fyrstar! Hver hefði trúað því.....

Elísa Dagmar sagði...

já það er sko alveg glatað... já við vonum það allavegana :D :D já takk sömuleiðis elskan og já hver myndi trúa því... usss gömlu konurnar.. hahahah

hilda sagði...

ahaha heyra í ykkur...gömlu konur hvað...iss...;) en já eins og Alma segir..það kemur eitthvað betra í staðinn...því trúi ég líka alltaf og maður verður að halda í þá trú...enda heyrist mér þú gera það líka Elísa mín...annars veit ég að þú ert hörkukvendi og lætur þetta ekki hafa of mikil áhrif á þig;)
Njóttu bara aðventunnar og þín sjálfrar við að dundast við seríur og allt þetta sem er svo skemmtilegt;)
sjáumst soon

Elísa Dagmar sagði...

Já mikið rétt Hilda mín... :D :D :D Enda er ég að tapa mér í jólaskreitingunum, vest að ég á ekkert jólaskraut nema smá... En geri bar gott úr því ... :D :D Jamm sjáumst 5 des :D

Alma sagði...

Hvernig væri að bogga smá Elísa þú hefur nú alveg nægan tíma er það ekki ?:)

Elísa Dagmar sagði...

Jujú ég haf hann nú alveg... bara ekki nennt því :D :D