þriðjudagur, 7. apríl 2009

Og það er STELPA :=)

Jæja fór í sónar í morgun :=) Og fengum við að vita kynið, og það er bara þannig að Guðni minn kann bara að búa til stelpur :) Ótrúlega skemmtilegt að vita þetta og erum við rosa spennt :=) :=)
Leit allt vel út og stækkar hún hratt og vel, enda sést það á móður hennar sem stækkar ekki hægt hahahahaha :=)

Svo eru fleiri fréttir, við erum að fara að flytja, fengum þessa æðislegu íbúð í Hafnarfirði og er þetta einbýli með kjallara íbúð sem par byr í og svo við á eftirhæðinni, ótrúlega kósý :=) Flytjum við í Júní... :=)

Annars er svosem ekki mikið að frétta Ásgeir Örn er í sveitinni og kemur heim um helgina og stelpurnar koma líka... Fjör hér um páskana.. Bara gaman :=)

En já þar hafiði það og kem með meira fljótlega,

En þangað til, hafið það gott

Elísa Dagmar

7 ummæli:

Unknown sagði...

Innilega til hamingju með skvísuna;) og auðvitað íbúðina líka;)

Það er svo gaman að dúllast með stelpur;) Frábært að allt lítur vel út hjá ykkur.

Hafðu það gott skvísa og farðu vel með þig.

Kv Ólöf

Elísa Dagmar sagði...

Takk elskan.. kiss kiss

hilda sagði...

veiiii...til lukku með stelpuna;) enn sem komið er kann Stefán bara að búa til stelpu...en þær eru nú líka æði...til hamingju með íbúðina líka, hlakka til að kíkja til þín þangað og skoða litla stelpuskott í leiðinn...þegar allt verður komið þúst;)
knús á þig elísa mín...þú ert alltaf jafn yndisleg*

Elísa Dagmar sagði...

Takk elsku Hilda mín... Já mig hlakkar bara til að fá stelpuskott í fjölskylduna, ekki að það séu ekki 2 fyrir en þúst... :=) haaha ójá verður sko að kíkja á okkur í hafnarfjörðinn geðveikt kósý hús :=) Hlakka til að sjá þig næst sæta mín knússss og kossss

Unknown sagði...

Til hamingju með litla skvísu :) æðislegt alveg.....

ThP sagði...

Til hamingju með stelpuna, ég vissi að það væri stelpa ;)

má ekki annars fara að panta nýtt blogg?

kv. Þuríður

Elísa Dagmar sagði...

jú ég verð að fara að blogga, ekki það að ég hef allann tímann í heiminum til þess, bar hef ekki nennt því og ekkert krassandi að gerast... hahah en það fer að koma :=)