mánudagur, 30. mars 2009

19 vikur í dag :=)

Jæja hvað segiði svo???

Hér er bara gott að frétta, ég er gengin 19 vikur í dag, þetta líður bara ussss :=) Erum að fara í 20 vikna sónarinn 7 apríl, þá kemur í ljós hvaða kyn þetta er, er orðin svo forvitin að ég er alveg að farast... hahahahaha :=)

Mamma og Pétur bróðir komu í bæinn á fimmtudaginn :=) , fórum við mæðgur að snúast á föstudaginn, keyptum efni í egg kjólinn sem hún ætar að vera svo yndisleg að sauma á mig... :=) Komu svo stelpurnar til okkar á föstudaginn og mamma fór suður til Ömmu um kvöldið... Laugardagurinn var bara fínn, fórum aðeins í Ikea og Kolaportið bara nice, nema það að Rakel var orðin ansi slöpp þegar við komum heim og sofnaði fyrir kvöldmat og komin með hita, ég bakaði pizzu sem var ekkert smá góð eins og venjulega ... Aníta fór svo að verða ansi slöpp eftir kvöldmat og var svo komin með hita þegar hún var að fara að sofa... var ekki mikið sofið þá nótt þar sem Rakel vaknaði með mjög stuttu millibili.. Sunnudagurinn var svo bara þannig, Rakel fárveik og Aníta líka, haldiði að Guðni hafi svo ekki bara farið að æla ofaná allt saman.. Ég var að fara í fermingarveislu í Njarðvík, þannig að ég fór bara með stelpurnar til mömmu sinnar, þar sem að Guðni var enginn maður til að sinna þeim :( En hann Leó Páll frændi minn var að fermast og við Ásgeir Örn fórum í hana, var það bara gaman.. komum svo heim um kaffi og Guðni allur að koma til... Svo var bara glápt á Tv og ég heklaði eins og enginn væri morgundagurinn, ekkert smá dugleg :=)
Svo er það bara dagurinn í dag, kallinn fór nú í vinnu og Ásgeir í skóla, ég skrapp og stússaðist aðeins með Thelmu eftir hádegið og kom svo bara heim og er bara hérna í sófnum í makindum .... :)
Mamma ætlar svo að koma til okkar á eftir og ætlar að gista og bruna svo norður á morgun, þar sem að veðrið er búið að vera svo vont fyrir norðan að hún ákvað að vera ekkert að fara fyrr en þá....

En já já , það er svosem ekkert merkilegt að gerast hjá okkur, erum bara spennt fyrir sónarnum og bíðum spennt :=)

En já ég er búin að koma allavegana með smá...

Kem með meira síða...

Þangað til, hafið það gott :=)

Elísa Dagmar

7 ummæli:

Alma sagði...

Já ég er ofursepnnt að fá að vita kynið hjá ykkur. Við getum varla verið svo heppnar að eiga börn í sama mánuði væntanlega og báðar með stráka þannig að ég held að þú sért með stelpu. Kemur annað eintak af Ásgeiri og Elísu hahaha omg það hljómar ekki vel!!
luv beibí

Elísa Dagmar sagði...

hahahahaha já ég segi eigilega það sama, það getur eigilega ekki verið að ég sé með strák, en það kemur í ljós :=) USSSS jú það hljómar sko VEL hún getur rogast með hann :=) hahahahahahahahahaha lovjú...

Unknown sagði...

Spennó spennó;)
Hlakka svo til að heyra hvaða kyn þú gengur með Elísa mín.

Vá þið eruð svo heppnar að geta verið saman óléttar og með barnavagna á sama tíma;) bara gaman.

Farðu vel með þig/ykkur.

Kveðja Ólöf

Elísa Dagmar sagði...

Takk sæta mín.. kiss kisss :=)

hilda sagði...

knús*

Unknown sagði...

hæ hæ þá er komið að því bara 1 dagur þangað til þið fáið að vita kyndið spenadi :O) lakka til að heyra í þér á morgun hér eða á faceinu

hafið það sem allra berst og vertu nú dugleg að blogg a hehehehehehe :O)

Elísa Dagmar sagði...

Ojá, liggur við að ég fari bara að sofa strax svo að dagurinn renni upp hahahaha :=) En já ég læt sko alveg vita hvort það er :=)