mánudagur, 25. maí 2009

Bloggleti og biluð tölva.....

Jæja þá, þá er kominn sá dagur sem ég nenni aðeins að blogga :)

Það er margt og ekkert búið að gerast hjá manni þennann sl. mánuð, Maí byrjaði á því að við hjónin, Ásgeir Örn og Aníta Ólöf fórum norður í Mývatnssveitina í sauðburð.. Vorum við þar í 10 daga og tókum við Guðni næturvaktina í húsunum.. Verð ég nú að segja að það hefur alveg verið auðveldara í gegnum árin, bumban mín orðin soltið stór og var soltið mikið fyrir mér, en ég passaði mig nú vel og lét Guðna minn gera allt nema taka á móti sem stundum var mér nú ofviða samt hahah en það var bara gaman, alveg nauðsynlegt að skreppa aðeins í sauðburð... :=) Vorum við ekkert sérlega heppin með veður og var megnið af tímanum bara eins og það væri janúar... það bara fór allt á kaf í snjó og ógeðslegt veður... en við létum það ekkert á okkur fá.... :=) Þegar komið var svo aftur í borgina þá tóku við nokkrir dagar þar sem að ég gerði eigilega ekki mikið annað en að sofa, ég var greinilega orðin svo þreitt að ég bara gat ekki vaknað, svo ég svaf bara... Ekkert smá gott samt :)

Svo hafa dagarnir bara liðið og ég er búin að vera aðeins í því að pakka niður, ákvað að byrja bara strax og taka mér góðann tíma í þetta.. Tók til í geymslunn, losaði mig við föt sem ég nota ekki og eins föt af Ásgeiri.. Og er búin að fara svona að mestu yfir allt, nenni ekki að flytja eitthvað með mér sem ég nota aldrei.... Svo er bara að bíða þess að tíminn líði aðeins svo við getum farið að flytja í lok Júní.... Það verður nú fínt að hafa eitthvað fyrir stafni, þá verður tíminn bara fljótur að líða..... :)

Svo var sl. vika nátturulega alveg yndisleg í alla staði, enda var þetta yndislega veður í marga daga og naut ég þess að liggja á pallinum (svona það sem ég þoldi allavegana, hitinn ekki alveg besti vinur minn þessa dagana hahah ), fara í gaungutúra og skelltum við Ásgeir okkur í sund.. En nei nei þetta veður gat ekki verið komið til að vera, það er að sjálfsögðu aftur farið að rigna og vindurinn farinn að blása... En það er nú bara Maí svo við vonum bara að sumarið verði gott :)

Stelpurnar komu til okkar um helgina, skruppum á Hjóla uppboð hjá lögreglunni á laugardaginn og stoppuðum við ekki lengi þar, þar sem að fólk var að bjóða svo hrikalega hátt.. Fólk var að bjóða í fyrsta 15 þús fyrir biluð hjól og mörg hjólin voru að fara á 30 þús.... var það ekki alveg pælingin hjá okkur enda nenntum við ekkert að vera að hanga þarna og svekkja okkur á því svo við fórum bara í kolaportið og rúntuðum aðeins... Thelma, Vésteinn og stelpurnar komu svo og grilluðu með okkur um kvöldið og var það bara mjög fínt... :) Sunnudagurinn var bara rólegur, kíktum aðeins í bíltúr og keyrðum svo stelpurnar suðreftir og stoppuðum í mat hjá Ömmu :) Langt síðan við höfum komið til ömmu, enda mikið að gera hjá kellu, svo það var alveg kominn tími til að koma við hjá nenni... Fengum að sjálfsögðu dýrindis mat og fórum afvelta heim eins og venjulega eftir heimsókn hjá gömlu hahahah :)

Meðgangan gengur bara vel, er búin að vera að glýma við mikla grindargliðnun, fyrir utan það, þá gengur þessi meðganga bara vel. Er gengin núna 27 vikur og orðin soltið stór... En þetta á eftir að líða hratt og fyrr en varir verður komin lítil skotta í fangið á manni..... Ohhhh get eigilega ekki beðið eftir því ef ég á að segja satt... Vildi að það væri bara kominn Ágúst og þetta væri bara alveg að skella á hahahahahha :)

En já, þá er ég búin að koma með sl. mánuð í stuttu máli, búin að vera svolítið löt að blogga og svo er tölvan búin að vera biluð, Vésteinn tók hana fyrir okkur og náði að hreinsa hana þannig að hún er fín eins og er... Vonum bara að hún haldist þannig.... :)

En já já þetta er komið gott í bili, þangað til næst, hafið það gott... :)

Elísa Dagmar

6 ummæli:

Alma sagði...

Já það styttist í þetta! Það verður nú yndislegt að hafa lítið kríli í hönudunum. Vonandi liður tíminn fljótt hjá þér mín kæra ég er akkurat að furða mig yfir hvað hann er alltof fljótur að líða:)

Unknown sagði...

Halló skvís;)

Ohhh ekki öfunda ég þig af grindargliðnuninni, vona að hún verði nú ekki slæm hjá þér. Skil þig vel með hitann, þú ert með aukaofn inní þér og þér á sko eftir að verða heitt í sumar;) ég var alltaf að stikna þegar ég gekk með Aldísi;) En þessi tími sem er eftir af meðgöngunni verður rosalega fljótur að líða, fyrstu 20 vikurnar eru lengi að líða svo næstu 20 fljúga gjörsamlega áfram;)

Hvað er að fólki að borga svona mikið fyrir biluð hjól? Var að skoða hjól um daginn og þau eru bara orðin alveg ógeðslega dýr, vona að þú finnir gott hjól fyrir guttann.

Jæja takk fyrir þetta flotta blogg, gaman að lesa.
Farðu vel með þig sæta og þína.

Elísa Dagmar sagði...

Já, væri alveg til í að tíminn væri svona fljótur að líða hjá mér... haha
En já ólöf, sumurin eru ekki best fyrir óléttar konur haha man bara þegar ég gékk með Ásgeir úffff kokkur á hvernum í steikjandi sól.. skil ekki hvernig ég fór að því... (kannski 7 árum yngri hahah)... En takk fyrir sæta mín og sömuleiðis... :)

Unknown sagði...

Og með brunarönd á bumbunni eftir eldavélina á Hvernum;)

hilda sagði...

veiiii blogg;) gaman að lesa hjá þér Elísa mín...ég er einmitt líka byrjuð aftur ;) hafðu það ljúft vinan mín...kiss kiss

Elísa Dagmar sagði...

hahahah já mikið rétt Ólöf, gaman að þú skildir muna það hahah... Takk Hilda mín og sömuleiðis :)