sunnudagur, 7. júní 2009

29. vikur og hlaupabóla....

Vika 29

Barnið fer nú að heyra betur og betur. Barnið getur greint raddir og hljóð og sagt er að hjarta barnsins slái hraðar en ella þegar það heyrir rödd föður síns eða móður. Einnig er sagt að tónlist sem barnið heyri í móðurkvið komi það til með að muna eftir fæðingu og á það að sjást best á því að barnið stoppar við til að hlusta á tónlist sem það heyrði í móðurkvið. Barnið er að þyngjast um 200 grömm á viku en vex aðeins um nokkra millimetra í stærð. Núverandi stærð þess er 36 cm á lengd og 1,3 kg á þyngd.



Lífið gengur bara sinn vanagang hérna hjá okkur og er ég á fullu við það að pakka niður og vonandi förum við að flytja ..... ohhhhh það verður svo ljúft að vera komin í einbýli og tíminn fer að líða hraðar þar sem ég kem okkur fyrir á nýja staðnum... :=)

Stelpurnar eru hjá okkur um helgina og Rakel Ýr er með hlaupabóluna... Hún er ekki búin að vera mikið veik, en mikið er um bólur á litla kroppnum sem enn hafa ekki sprungið... Allir hafa nú fengið hlaupabólu á þessu heimili nema hann Ásgeir Örn, svo hann hlýtur að fá hana í framhaldi af þessu.. Vona samt að við verðum nú flutt þegar hann fær hana.... :S hhahah Nema hann sé búinn að fá hana, hún getur verið svo lúmsk þessi hlaupabóla.... Annars er helgin bara búin að vera fín.. skiptum okkur niður í gær til að geta gert eitthvað þar sem Rakel fer ekkert út.. Guðni og Ásgeir fóru í kringluna og kolaportið og við Aníta fórum svo í kringluna og kíktum á hafnarbakkann þegar þeir komu heim, bara fínn dagur...

Svo erum við að passa þennann yndislega hund í nokkra daga sem heitir Elli Taylor og er Coocer Spanial, hann er algert yndi og fer ekkert fyrir honum. Ef allir hundar væru eins og hann, ætti ég marga hahahaha :=) En það er bara kósý og gaman að hafa hann hérna hjá okkur.... :=)

Ég er byrjuð í meðgöngusundi og er það ekkert smá gott og er alveg endurnærð eftir hvern tíma... fer 2 í viku á kvöldin og sef eins og engill þá nætur... :=)

En já hef svosem ekkert meira þannig að segja.. vildi bara koma með smá póst...

En þangað til næst, hafið það gott :D

Elísa Dagmar

6 ummæli:

hilda sagði...

hey ef Ásgeir fær hlaupabóluna þá mæli ég með froðu sem heitir Proderm -fyrir dry skin....algjörlega magnað...Emelíana fékk hlaupabóluna þegar við bjuggum í Mývó og ég var að kenna þar...fékk þetta á Heilsugæslunni þar...makaði þessu á hana um leið og bólurnar fóru að birtast...svo þær urðu aldrei að sárum, sprungu ekki og hún fann aldrei fyrir kláða eða neinu....bara svona tillaga...svo er bara gott að eiga þetta, virkar vel á margt annað;)
annars gaman að lesa blogg...vonandi líður þér vel;)

Elísa Dagmar sagði...

Takk elskn, hef það sko í huga... xoxo

Unknown sagði...

Hæ sæta;)

Gaman að lesa eins og alltaf, leiðinleg þessi hlaupabóla, maður vorkennir svo börnunum þegar þeim klæjar;)

Æðislegt hjá þér að skella þér í sund svona á kvöldin;)

Jæja sæta gangi þér vel að flytja og farðu vel með þig/ykkur.

Alma sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Alma sagði...

Ji hvað þetta er farið að styttast hjá okkur! Trúiru þessu??
Það verður samt notalegt að vera báðar heima næsta vetur getum alveg örugglega fundið okkur eitthvað til dundust með krílin. En þú dugleg að fara í sundið.... það er svo notalegt. Heyrumst fljótlega skvísa mín....

Elísa Dagmar sagði...

Já þetta stittist óðum.. núna fer tíminn að líða hjá mér þar sem að ég er að fara að flytja næstu helgi... :=) Við eigum sko alveg eftir finna okkur nóg að gera nk. vetur... verður bara gott að hafa einhvern til að leika við hahahahaha :=) xoxo