föstudagur, 26. júní 2009

Fallegt í hafnarfirðinum.....

Jæja þá er að reyna að blogga aðeins, sjáum hversu vel það gengur, tölvan er alltaf að stíða mér og frjósa svona þegar henni sínist.... hahhaha :=)

En já hér er svosem ágætt að frétta... Við erum flutt í Hafnarfjörðin og er ég búin að koma okkur vel fyrir í fallega húsinu okkar.... Okkur líður mjög vel hérna og rosalega fallegt hér... :D
Ásgeir Örn er í sveitinni og verður þar held ég bara megnið af sumrinu, hann er bara sáttur við það, enda líður honum best þar.... :D Sakna hans samt ótrúlega mikið, en það er ekkert gaman fyrir hann að hanga hérna yfir henni móður sinni, þekkir engann hér ennþá og ég má ekki gera neitt...

Ég fór semsagt í rannsóknir eftir síðustu mæðraskoðun, þar sem að það er mikill þrýstingur niður, verkir og eggjahvíta í þvaginu.... þar kom í ljós að ég er með einhverskonar tálhríðar sem eru hríðar sem íta ekki barninu út en mjög svo óþægilegar og geta verið mjög sárar... Skoðaði hún mig og er mín búin að skorða sig og er að þrísta mikið niður... Var mér þar sagt að ég má ekki gera neitt, ekki labba mikið og alls ekki reyna á mig... Þannig að ég er bara rúmliggjandi, til að fyrirbyggja að hún komi ekki í heiminn strax, enda ekki tilbúin til þess þar sem að ég er bara gengin rétt tæpar 32 vikur... Ef ég passa mig vel getur vel verið að ég gangi bara fulla meðgöngu en svo getur hún brotist þarna í gegn hvenar sem er... Svo það er bara að hlíða svona einu sinni og gera ekki neitt... Viljum ekki að hún komi strax...... Annars er ég bara ágæt... hahah :)
Er reyndar alveg að farast yfir þessu, þar sem að ég er ekki nógu góð í skrokknum eftir slysið í nóvember svo að ég á mjög erfitt með að liggja mikið fyrir svo þetta er eigilega hálf kjánalegt ástand á manni.... :S :S

Guðni er svo bara alltaf i ræktinni ekkert smá duglegur... ef maður hefði svona sjálfsaga úfff... en það verður sko gert eitthvað í því eftir að prinsessan fæðist.... það er sko alveg á hreinu.... :)

Stelpurnar koma alltaf aðrahverja helgi, voru hjá okkur sl. helgi og fórum við í bío og reyndum að skemmta okkur... Þær voru bara ánægðar með nýja húsið, enda búnar á fá koju og stærra og betra herbergi.... :) svo seinnihlutann í júlí koma þær í viku í sumarfrí og svo aftur um versló og verða þá aftur í viku... Guðni er nú reyndar ekki í sumarfríi fyrrivikuna en hún yndislega Amma mín ætlar að koma og vera hérna hjá mér á meðan þær eru, þar sem að ég má ekki gera neitt, þá verð ég að fá smá aðstoð við þetta.... En Guðni er í sumarfríi seinni vikuna svo hann sér um þetta þá... Hvernig sem svo staðan á mér verður kemur í ljós síðar.... allt þannig séð óvíst.... við tökum bara einn dag í einu.... :)

En já ég veit svosem ekki hvað ég á að segja ykkur fl. eins og þið sjáið þá gerist ekki mikið hjá manni þegar maður er svona rúmliggjandi hahahahah :)

Svo vitiði af mér ef ykkur langar að kíkja á mann og skoða líka nýja fína húsið mitt... hahaha :=)

En já þangað til næst, hafið það gott...

Elísa Dagmar

2 ummæli:

Unknown sagði...

Það er ástand á ykkur frænkum, þú verður að fara extra varlega í allt sem þú gerir núna Elísa mín, vona að restin af meðgöngunni muni ganga vel hjá þér.
Til hamingju með að vera komin í nýja húsið;) æðislegt.
Farðu vel með þig/ykkur;)
Kveðja Ólöf

Elísa Dagmar sagði...

Já seigðu Ólöf, þetta er alveg ótrúlegt vesen á okkur haha :D Ég geri bara ekki neitt til að reyna að halda henni þarna inni :)
Hafðu það gott elskan... knús og kosss