mánudagur, 24. nóvember 2008

Þá kom að því....!!!!!!!

Jæja það kom að því... Konan er búin að missa vinnuna... Það er svo lítið að gera og engir peningar í þessum bransa í dag, að eigandinn neyddist til þess að selja undan mér bílinn.. Þannig að ég fékk að fjúka með, og eiga menn von á uppsagnarbréfi nk mánaðarmót í fyrirtækinu... Þetta að sjálfsögðu kemur sér alls ekki vel, eins og staðan í þjóðfélaginu er í dag.. Lítið um vinnu og mikið atvinnuleysi... En ég læt það nú ekki stoppa mig, ég mun núna nota aðeins tímann og sækja sjúkraþjálfara og ná mér í bakinu og sæki um vinnur.... Sem betur fer er hann Guðni minn ENNÞÁ með vinnu og vonum að það verði bara þannig, úffffffffff ef hann myndi nú missa sína líka... jesússsss... En förum nú ekki að hugsa um það núna því það er ekki að gerast eins og er.... En já þetta var að sjálfsögðu mikið áfall og er ég ekki alveg búin að átta mig á þessu ennþá held ég... Ég er mjög ósátt, ekki bara peningalega séð heldur líka það að mér líkaði mjög vel í þessari vinnu og hefur mér ekki liðið svona vel í vinnu bara aldrei held ég... Svo að þetta er mikill missir fyrir mig :( og á ég örugglega eftir að sakna hennar mikið... En nóg um það, verð bara þunglynd á því að tala of mikið um það.......

Dagurinn í dag var samt bara fínn fyrir utan bakið.. Hittumst við nokkur af vinunum úr sveitinni á veitingastað í borginni og borðuðum saman finann mat, tilefni þess var að Erini kærastan hans Garðars er að flytja aftur heim til Grikkland, og eigum við eftir að sakna hennar... Enda ekki annað hægt, frábær stelpa þar á ferð... Vonum bara að hún komi fljótta aftur... :D :D

Sit ég hérna núna inní stofu að skrifa þetta (auðvitað) og hlusta á hann Guðna minn sem er að læra fyrir próf, það er svo fyndið að hlusta á hann, því að ég fæ bara flassback frá því í fyrra þegar ég var að læra þetta... enda get ég aðeins hjálpað :D Gott þegar það er gagn af manni :D :D

Er ég svo byrjuð á jólahreingerningunni, gengur hún hægt þar sem að ég get ekki gert mikið í einu, fínnt það þar sem að ég get alveg dundað mér við þetta í ró og næði... Búin að setja upp 2 seríur, opna jólaskrautskassann og búin að spá og spekulera mikið hvernig ég vil hafa þetta hérna hjá okkur... :D :D

En já já er þetta ekki bara gott í bili, nenni ekki meira í kvöld, enda orðin þreitt og verkirnir farnir að vera miklir, þannig að ég ætla bara að fá mér nokkrar pillur og skella mér í bólið, held að það sé plan..

þangað til næst, hafið það gott XOXO

Elísa Dagmar

sunnudagur, 23. nóvember 2008

Óheppna ég....

Jæja fólk hvað er að frétta????

Það er bara svona lala hér á bæ... Ég er alls ekki orðin góð í bakinu, og eins og mér líður í dag, er ekkert að breitast í þeim málum á næstu dögum... Fer og hitti doctorinn á morgun, og verð send til sjúkraþjálfara sem er gott, þá kannski fer eitthvað að gerast í batanum :D :D

En já , sl. helgi var góð, Mývetningapsrtýið var bara að mestu mjög skemmtilegt og gaman að hitta alla :D :D

Svo fór bara ný vinnu vika af stað, og ég var bara heima alveg að drepast, sef sama og ekki neitt og næ því ekki djúpasvefninum og er því þreitt og ónýt... Guðni var í skólanum alla vikuna og vorum við Ásgeir bara ein heima fram á kvöld... :D

Svo rann föstudagurinn í garð og hann byrjaði með fundi hjá sýslumanni sem gékk að ég held bara vel..:D Svo fór ég nú bara heim og skellti mér í bað og horfði á nokkra Greys anatomy þætti... Seinnipartinn náði ég svo í stelpurnar á rútuna og náðum við svo i Guðna í vinnu, Guðni stoppaði ekki lengi þar sem að hann fór í skólann.. Bakaði ég mömmu pizzu handa liðinu og var hún ekkert smá góð mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm :D :D Guðni kom svo heim og borðaði með okkur og var kvöldið svo bara kósý :D
Laugardagurinn var fínn, Guðni í skólanum til 2 , Aníta fór í afmæli kl. 2 og átti að vera til kl .4 en nei nei þá varð hún að fá að gista hjá afmælibarninu:D Við fórum í húsasmiðjuna, egg og blómaval og keyptum meira skraut og seríur :D :D gaman gaman... Svo var bara farið heim og eldað mat og borðað :D :D Þegar börnin fóru svo að hátta horfðum við Guðni á Saw 5 :D :D Hún er geggjuð :D :D Verður erfitt fyrir þá sem bíða að bíða þangað til í febrúar ;D hahahahaha

En já já nú er sú yngsta að juða í mér hérna að ég gefi henni að borða... best að fara að gefa þessum ormum hádegismat :D :D Guðni ennþá í skólanum og Aníta hjá vínkonu svo við erum bara hér 3 :D svo fara þær heim seinnipartinn og þá kemst aftur ró á heimilið hahahahaha :D :D

En já já veit ekkert hvað ég á að segja meira í bili.. aðeins að henda inn...

En þangað til næst, hafið það gott :D :D

Elísa Dagmar

laugardagur, 15. nóvember 2008

Kvennahittingur, mývópartý og fl.... :D :D

Jæja fólk.. Þá er að koma með smá pistil... ég helf nú ekki mikið að segja en verður maður ekki að koma með smá fyrsst maður er með þetta blogg... :D :D

Vikan er búin að vera ansi róleg... Hef ekki gert mikið nema reyna að ná mér í bakinu... sem gegnur bara vel, ég er orðin svona frekar góð, ef ég beiti mér bara rétt þá er ég góð.... En er samt sem áður ennþá mjög aum, en það kemur með tímanum bara held ég....

Guðni byrjaði í skólaunm á Miðvikudaginn :D Kallinn er semsagt farinn í skóla til að taka leigubílinn, hann vill ekki að ég keyri á næturnar, svo hann ákvað bara að drífa sig í þetta svo hann geti þá gert það sjálfur... Yndislegur þessi elskan ha :D :D :D :D En honum gengur bara vel, g mun þetta taka nokkrar vikur.... Hann verður kominn á leigubíl í byrjun næsta árs... :D

Á fimmtudaginn var hittingur nokkra ungra kvenna, sem eru að plana fótboltann næsta sumar... Hittumst við heima hjá mér í þetta skiptið og horfðum á eina kvikmynd saman.,... Var mæting kl. 8 og mættu þá Beta og Drífa... Var ég með grænmeti og ídífu, snakk og ídífu, popp, vatn og Drífa kom með smá nammi :D :D Hilda og Þórhalla komu svo þegar myndin var alveg að verða búin og sátum við svo og kjöftuðum þegar myndin var búin... :D :D Bara frábært kvöld... :D :D

Í gær fékk ég svo aftur gesti... Bauð ég heim í spil, því Guðni var að fara að vinna og ég nennti ekki að hanga ein heima... Komu Alma, Ásdís og Valdimar um 9 og við sátum og spjölluðum og tókum svo eitt PArtý og Co (nýja) spil... Gummi kom svo rétt undir miðnætti með strætó hahahahaah og sat með okkur til rúmlega 1... Var bara rosalega gaman hjá okkur og var mikið kjaftað og hlegið... :D :D Takk fyrir kvöldið elskurnar :D :D

Svo er það bara dagurinn í dag.... Ásgeir er að fara í afmæli og svo kemur Anna systir og passar hann í kvöld þar sem að ég er að fara til Ölmu, og þaðan ætlum við heim til Issa og Ingu þar sem hið árlega Mývetningapartý á sér stað :D :D Það er alltaf rosalega gaman hjá okkur þar svo maður má ekki láta sig vanta.... :D :D :D

Jæja já, ég er bara búin að vera þokkalega dugleg að blogga í dag... ussss...
En best að fara aftur í það að horfa á barnatímann með Ásgeiri og taka úr þvottavélinni....

Þangað til næst.. Hafið það gott....

Elísa Dagmar

þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Bloggedí blogg.... :D :D

Jæja fólks... Hvað er að frétta????

Hjá mér er bar gott að frétta eða svoleiðis... Ligg reyndar heima núna og er gersamlega að drepast í bakinu, því hún Elísa er svo óendanlega heppin, hún var að fara uppí vörubílinn í gær og rann svona skemmtilega í tröppunum að hún hrundi til jarðar og lenti á bakinu :( :( og ég er að farast í dag..... En það er bara að taka því aðeins rólega, liggja í heitu baði og briðja smá bólgueyðandi.... :D :D :D

Helgin sl. var góð, stelpurnar komu eins og vanalega aðra hverja helgi :D Og svo kom Mamma, Gunnar og strákarnir líka í bæinn... Borðuðum við öll saman og Drífa og Ragnar komu líka, þennann dýrindis gæsapottrétt... alveg rosalega góður... :D Vorum við mæðgur svo búnar að ákvaða að eyða kvöldinu saman úti á lífinu í Rekjavík. Skemmtum við okkur líka rosalega vel :D

Laugardagurinn var bara rólegur, en á sunnudaginn fórum við með krakkana og keypum ís og svo keyrðum við stelpurnar á móti mömmu þeirra, því þau voru að fara til Grindavíkur þanngi að þær fóru svona í fyrra fallinu heim..... Eyddum við svo deginu í að fara í Húsasmiðjuna, Egg og Blímaval skútuvogi, áttu nefnilega ennþá gjafabréf síðan í brúðkaupinu... Keyptum fullt af flottu skrauti til að gera fínt hjá okkur, fórum svo þaðan í Byggt og búið og eyddum gjafabréfi þar líka.. Ekkert smá gott að eyða svona smá í kreppunni... heheheheh :D :D :D
Fengum okkur svo að borða á KFC og fórum svo heim og horfðum á Dagvagtina og þá komu Mamma og Co til að gista hjá okkur....

Svo tók bara ný vinnuvika við og mér tókst að klúðra henni heldur betur með því að detta svona fallega...... :D :D

Annars er bara fínt að frétta af okkur hér, og teljum við bara dagana til Jóla svo við komumst í sveitina .... ohhhh það verður dásamlegt... :D

Svo er það bara næsta helgi, verð ég að vinna eða ekki... Löngu búin að skrá mig á bíl en svo er bara að bíða og sjá hvort einhver hringi í mann.... það er nefnilega bara ekki svo auðvelt að fá bíl í dag, þar sem að kallarnir eiga það mikið til að keyra bara sjálfir í kreppunni... Svo eru svo rosalega margir að reyna að fá bíl... EN vonandi, því ekki veitir af...
En EF ég fæ ekki bíl, þá er ferðinni heitið á Sogaveginn þar sem hið árlega Mývetningapartý verður haldið hjá Issa.... Það er alltaf rosalega gaman hjá okkur þegar við hittumst svo maður verður ekki svikinn þar.... :D

En já já held að það sé bara best að ég hætti núna.. ætla að reyna að liggja hér og vonandi verður þetta bara orðið sæmilegt eftir daginn.... Nenni svo ómögulega að hanga heima....

En þangað til næst.... Hafið það gott og verið bara bjartýsn í Kreppunni ( ég veit ég er það )

Elísa Dagmar