sunnudagur, 23. nóvember 2008

Óheppna ég....

Jæja fólk hvað er að frétta????

Það er bara svona lala hér á bæ... Ég er alls ekki orðin góð í bakinu, og eins og mér líður í dag, er ekkert að breitast í þeim málum á næstu dögum... Fer og hitti doctorinn á morgun, og verð send til sjúkraþjálfara sem er gott, þá kannski fer eitthvað að gerast í batanum :D :D

En já , sl. helgi var góð, Mývetningapsrtýið var bara að mestu mjög skemmtilegt og gaman að hitta alla :D :D

Svo fór bara ný vinnu vika af stað, og ég var bara heima alveg að drepast, sef sama og ekki neitt og næ því ekki djúpasvefninum og er því þreitt og ónýt... Guðni var í skólanum alla vikuna og vorum við Ásgeir bara ein heima fram á kvöld... :D

Svo rann föstudagurinn í garð og hann byrjaði með fundi hjá sýslumanni sem gékk að ég held bara vel..:D Svo fór ég nú bara heim og skellti mér í bað og horfði á nokkra Greys anatomy þætti... Seinnipartinn náði ég svo í stelpurnar á rútuna og náðum við svo i Guðna í vinnu, Guðni stoppaði ekki lengi þar sem að hann fór í skólann.. Bakaði ég mömmu pizzu handa liðinu og var hún ekkert smá góð mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm :D :D Guðni kom svo heim og borðaði með okkur og var kvöldið svo bara kósý :D
Laugardagurinn var fínn, Guðni í skólanum til 2 , Aníta fór í afmæli kl. 2 og átti að vera til kl .4 en nei nei þá varð hún að fá að gista hjá afmælibarninu:D Við fórum í húsasmiðjuna, egg og blómaval og keyptum meira skraut og seríur :D :D gaman gaman... Svo var bara farið heim og eldað mat og borðað :D :D Þegar börnin fóru svo að hátta horfðum við Guðni á Saw 5 :D :D Hún er geggjuð :D :D Verður erfitt fyrir þá sem bíða að bíða þangað til í febrúar ;D hahahahaha

En já já nú er sú yngsta að juða í mér hérna að ég gefi henni að borða... best að fara að gefa þessum ormum hádegismat :D :D Guðni ennþá í skólanum og Aníta hjá vínkonu svo við erum bara hér 3 :D svo fara þær heim seinnipartinn og þá kemst aftur ró á heimilið hahahahaha :D :D

En já já veit ekkert hvað ég á að segja meira í bili.. aðeins að henda inn...

En þangað til næst, hafið það gott :D :D

Elísa Dagmar

2 ummæli:

hilda sagði...

gaman að lesa;) nema leiðinlegt að heyra með bakið þitt...vonandi kemst það nú í lag fljótlega. Annars sjáumst við annað kvöld þegar við kveðjum Eirini....smúts;)

Elísa Dagmar sagði...

Takk fyrir það Hilda mín... Já þetta er mjög leiðinlegt og ég er alveg hand ónýt.. en já ég ætla að mæta.. ekk veitir af, verð að komast aðeins út... :D :D