fimmtudagur, 5. mars 2009

Mikill vetur og Sveitasælan :=)

Jæja fólks, hvað er að fréttta, ég veit að ég er búin að vera hundlöt að blogga, en málið er bara það að tölvan min heima er bara eigilega ónýt og frís hún eins og henni sé borgað fyrir það svo að ég hef ekki getað bloggað þar, svo núna ætla ég að blogga smá þar sem að mamma á þessa fínu tölvu.... :=)

Það er svosem ekkert mikið búið að gerast hjá mér, Guðni hélt uppá afmælið sitt með Sonju um daginn eða þá var það 21 feb minnir mig, það var bara hið fínasta partý sem haldið var heima hjá Ragga og Sonju... Var ég bara hin sprækasta og var alveg til kl.2 þá eigilega nennti ég ekki meir, og fór heim að sofa, og Guðni minn skemmti sér vel með vinum sínum :=)

Svo er bara búið að vera voða rólegt hjá manni, Guðni alltaf að vinna og fer svo beint i ræktina og er því aldrei kominn heim fyrr en um 9, þannig að ég og Ásgeir erum bara heima að dúlla okkur :=)
Stelpurnar komu svo sl. helgi, en Aníta stoppaði ekki lengi þar sem hún varð að fá að vera hjá vínkonu sinni sem býr í kópavogi, þannig að Rakel var bara ein hjá okkur og var bara gaman hjá okkur...Ásgeir Örn fór og heimsótti pabba sinn (Hinrik) á föstudaginn og borðaði hjá þeim. Þannig að við vorum bara 3 af 5 á föstudagskvöldið, en Ásgeir kom nú heim um hálf 10 :=) fórum í bíltúr á laugardaginn og fengum okkur ís og svo auðvitað aðeins nammi, enda nammidagur... :=) Bökuðum pizzu um kvöldið og skemmtum okkur bara vel... :=)
Sunnudagurinn var bara rólegur, enda ég að pakka niður fyrir okkur Ásgeir, þar sem að við ætluðum að kíkja í sveitina til mömmu ... Fórum við í flug kl.3 og vorum því mætt til Akureyrar fyrir kl.4 í sól og blíðu :=) Mamma kom og sótti okkur og við keyrðum strákana beint í bíó, og við mæðgur kíktum í búðir og fengum okkur smá í gogginn á kaffihúsi, voða notarlegt :=) Svo var bara brunað í sveitina.... :=)

Hér er bara búið að vera mjög notarlegt, búið að vera hundleiðinlegt veður en maður lætur það ekkert á sig fá, gerir bara eitthvað inni í staðinn :=) Búin að sjóða ansi oft silung og eta og get ég ekki kvartað yfir því sko, enda þykir mér hann góður og fæ ég hann ekki oft :=)
Við mamma búnar að fara yfir allt barnadótið og fötin sem ég átti hér uppá lofti og henda því sem ekki er nothæft, þvo og gera klárt... Ætla ég ekkert að fara með það heim núna, enda er ég bara fljúgandi, en við Hjónin komum hér í maí til að vera í sauðburði og þá verður þetta dót allt saman tekið.... :=)

Langaði mig til að segja frá því að sl. Laugardag eða þá 28 febrúar hefði hún Lilja Sóley orðið 4 ára... Þetta er fljótt að líða... Keypti ég því gervi Liljur á Akureyri og er búin að fara með þær í garðinn... :=) Þurfti nú að moka krossinn hennar upp, því hann var á kafi í snjó, ekkert smá mikill snjór......

Meðgangan gengur bara vel, ég er alveg hætt að vera svona veik eins og ég var, segi nú bara guð sé lof, því að mér var óglatt allann sólarhringinn og ældi ekki neitt þannig að þetta er ekki búin að vera skemmtileg byrjun.... núna er ég bara öll að koma til og líður með bara vel.. Stækka mjög hratt, sem ég er vön.... Veit ekki hvernig ég verð miðað við hvað ég er orðin sver nú þegar.... en já já ég er víst bara svona og lítið við því að gera, vona bara að ég verði ekki OF stór ... hahahaha :=) ég er komin núna tæpar 16 vikur og er ég farin að finna miklar fiðrilda hreifingar sem er bara kósý.... ég verð farin að finna góð spörk áður en ég veit af... :=)

Jæja er ég ekki bar búin að vera dugleg að blogga núna.... ussss allavegana nenni ég ekki meir í bili....

Þangað til næst, hafið það gott.... :=)

Elísa Dagmar

5 ummæli:

hilda sagði...

fallegt og gott blogg...gaman að lesa;) hlakka til að sjá þig Elísa mín...þú mannst eftir leyndóinu;) við treystum á þig hehe...knús og kiss og bið að heilsa í sveitina!

Alma sagði...

Jeiii blogg þú mátt alltaf koma til mín ef þig vantar að blogga Elisa mín! En það er náttúlega í öðru sveitafélagi...... Já tíminn líður hratt það er alveg satt. Við verðum að fara að taka myndir af okkur saman öðru hvoru á meðgöngunni verður gaman af því seinna, líka gaman að sjá hvor verður sverari, held nú samt þú :)love you beibí

Unknown sagði...

Gaman að lesa :) takk fyrir mig...vildi að ég fengi einhvern tíman silung!
Þarf að biðja pabba um að veiða handa mér og koma með þegar þau mamma koma á sunnudaginn ;)

Gott að þú hefur það goot!

Unknown sagði...

Gaman að lesa hjá þér;)
Gott að þú ert orðin hressari, og frábært að allt gengur vel.
Vá fjögur ár, litli engilinn hefur verið ánægð með stoppið og spjallið í garðinum.
Jæja skvís, hafðu það sem allra best og farðu vel með þig.
Kveðja Ólöf

Unknown sagði...

nei bara búinn að blogga dugleg :O)