sunnudagur, 12. október 2008

Jæja helgin að líða......

Jæja gott fólk... þá er helgin að líða og búið að vera nóg að gera hjá manni síðustu daga....

Mikið var um að vera um helgina, stelpurnar komu á föstudaginn og var því fjör hér um helgina... Héldum við uppá fyrra afmælið í gær fyrir Ásgeir Örn sem er að verða 6 ára núna 18.okt bauð hann vinum sínum og var því mikið fjör, ætlar hann svo að halda uppá afmæli fyrir fjölskylduna nk. laugardag, enda er þá afmælisdagurinn hans........ Svo vorum við með auka barn í nótt þannig að barnafjöldinn var góður hér á þessum bæ... Fékk hún Dís hennar Ásdísar vínkonu að gista hjá okkur, hún er 16 mánaða og ekkert smá róleg og góð.. Guðni varð alveg ástfangin af henni, enda rennur varla í henni blóðið :D :D en þetta var bara gaman og skemmtu börnin sér vel saman hér í gær og í dag.... :D Svo eru stelpurnar núna farnar heim til mömmu sinnar og er því orðin ró hér á bæ :D :D

Svo á morgun er fríið búið hjá minni og verður bara gott að komast aftur til vinnu, enda alveg að verða geðveik á því að hanga svona heima og gera ekki neitt, gera ekki neitt segi ég, ég get nú ekki sagt það að ég hafi ekki gert neitt hérna í síðustu viku, bakaði hérna 3 daga í röð, tók herbergið hans Ásgeirs í gegn og henti dóti sem hann notar aldrei og er ónýtt, tók kojuna hans í sundur og seldi hana þar sem að hún tók allt herbergið hans og er ég að leyta að nýju og minna rúmmi fyrir hann svo að hann hafi nú aðeins pláss fyrir sig þarna inni. Þannig að ég get ekki sagt að ég hafi bara legið með lappir uppí loft.. Gerði allavegana aðeins :D :D

Svo er maður að vona að þessi kreppa fari nú aðeins að lagast, öll lán að fara uppúr öllu valdi og endalaus svartsýni og áhyggjur í fólki sem gerir meira að draga mann niður en annað... En maður reynir nú samt að vera bara bjartsýnn og vonast eftir því að maður og aðrir komist nú sæmilega frá þessu... Enda er bara hamstrað mat, skemmt sér í hófi og labbað út í sjoppu.... Enda ekki annað hægt.... :D


En já já gaman að þessu....!!!!
Hef svo sem ekkert að segja langaði bara aðeins að henda hér inn, reyni að láta ekki líða of langt á milli núna... :D

En þangað til næst, hafið það gott og bless í bili.....

Elísa Dagmar

3 ummæli:

Alma sagði...

Jæja gott að veislan gékk vel. Sé reyndar ekki framá að komast næsta Laugardag nema þá bara seint er að fara að taka slátur á Hellumm, ekki veitir af í kreppunni. En því miður Elísa mín þá held ég að þetta eigi nú eftir að taka dáldin tíma að jafna sig og þá frekar nokkur ár heldur en nokkra mánuði
:( Heyrumst fljótlega beibí

Elísa Dagmar sagði...

Já það er alveg þannig sko... Dugleg stelpa að fara í slátur :D Afmælið verður seinnipartinn svo það er kannski séns :D EN já heyrumst babe:D kisss

Alma sagði...

Komin tími á blogg skvís. Er með pakka handa Ásgeiri verð að koma fyr en seinna með hann svo Ásgeir haldi ekki að ég sé búin að gleyma honum ....love XXX