fimmtudagur, 30. október 2008

Bjartsýni í kreppunni :D

Já já ég verð að fara að bæta mig í þessu bloggi held ég ... Alma frænka er bara farin að kvarta á sínu bloggi yfir því hvað ég og Marta erum lélegir bloggarar... heheheh
Ég er að reyna :D :D

Ekki mikið að frétta sosem... Mikill niðurskurður er í atvinnulífinu þessa dagana og þakkar maður bara fyrir að vera í vinnu... Skorið var um helming niður í vinnunni hjá Guðna í dag, en SEM BETUR FER heldur Guðni vinnunni enn sem komið er... Vonandi verður það bara þannig... Vinnan hjá mér er ennþá, en guð veit hvort það helst eða ekki, þvílíkt sem er verið að skera niður eða bara fyrirtæki hætta eða fara á hausinn í þessu bransa sem ég vinn við.... Það yrði ekki gott ef maður myndi nú missa vinnuna núna, ekki mikið um störf í boði þar sem mikið atvinnuleysi er að bresta á og er..... En maður heldur bara í vonina og er bjartsýnn, það þýðir eigilega ekki annað....
Þetta er bara rosalegt ástand í þjóðfélaginu í dag, og virðist engann endi taka á hremmingunum, þeir lofa og lofa og ekkert breytist... Lækka stýrivexti til að reyna að bæta, en nei nei hvað gera þeir, hækka þá bara aftur og skilja ekkert í því að þjóðfélagið sé hreinlega að fara á taugum..... Alveg ótrúlegt lið... Held að það ætti bara að fá Einstæða móður, atvinnurekanda, Öryrkja, Ellilífeyrisþega og nema til að rétta þetta af... Þau vita allavegana hvernig það er að vera á barmi kjaldþrots..... En já já við erum ekkert hér til að kryfja þetta er það???? Við verðum bara að vera bjartsýn á að þetta lagist með tímanum er það ekki bara .... :D :D

Helgin er að nálgast og ég skráði mig á Taxa á mánudaginn, en ekki hefur neinn hringt ennþá, örugglega margir að slást um bílana núna þegar peningarnir eru af skornum skammti.... En það er föstudagurinn eftir,, ef ég fæ ekki bíl þá ætla ég bara að vera rólega annaðkvöld, vinna aðeins með James á Laugardaginn og fara svo í trúlofunarpartý hjá hanni Thelmu minni og hennar heitelskað Vésteini.. :)

Aþena meiddi sig á fæti í dag og gengur nú bara um á 3, sefur bara og er held ég alveg sár kvalin þessi elska... Ég ætla að sjá hvernig hún verður eftir nóttina og fara með hana til dýralæknis á morgun ef hún verður eins.... Ekki gott að láta hana kveljast og ganga bara um á 3.... Annars er hún bara ennþá svolítið vitlaus, hlíðir ekki miklu, en meiru samt... Pissar og kúkar minna inni en það kemur samt ennþá fyrir... Enda bara 5 mánaða... Þetta kemur allt... :D :D Fer með mér í vinnuna á hverjum degi og sefur eins og prinsessa í farþega sætinu allann daginn.... Bara ljúft líf hjá henni....

Ásgeir Örn, var með gubbupest á þriðjudaginn en náði sér fljótt af henni og fór bara í skólann aftur á miðvikudaginn... Honum gengur bara vel í skólanum, fórum á fyrsta foreldraviðtalið á mánudaginn, og verð ég bara að segja það að ég gékk þaðan út mjög stollt móðir sko... Algert draumabarn í skólanum og gengur alveg rosalega vel... :D :D

Já já ég hafði allt þetta að segja bara ... :D Best að ég hætti þessu, kíki aðeins á Bond í sjónvarpinu og fari bara að sofa, Guðni fór í Fimmtudags poolið sitt með Ragga svo að ég verð víst bara að sofna ein í kvöld... pifffff

Jæja hætta núna, annars byrja ég að bulla eins og ég á til svona í endann á blogginu, nenni ekki að bulla mikið núna, þangað til næst hafið það gott....

Elísa Dagmar

2 ummæli:

Alma sagði...

jæja þetta virkaði að kvarta :) Já þú segir fréttir Thelma og Vésteinn bara trúlofuð það er aldeilis:) En Já Við kannski heyrumst um helgina Meiri likur á að ég nenni að fara út þá. Er bara svo löt að fara út eftir kvöldmat nenni því bara ekki
já ok lvoe you beibí

Elísa Dagmar sagði...

Já skil það vel... en ég er víst ekki að fara að gera neitt, Afi hringdi í mig eftir hádegi í dag og er ég að keyra alla helgina.... :D En það kemur víst dagur eftir þennann dag er það ekki ???' heheh kiss kisss